Við vonumst til að sjá þig á Amazing Home Show í Reykjavík

 

Medland í Amazing Home Show

ÞÉR ER BOÐIÐ MEÐ 50% AFSLÆTTI

Okkur er sönn ánægja að bjóða þér á sýninguna AMAZING HOME SHOW sem verður haldin laugardaginn 20. maí frá klukkan 11:00-18:00 og sunnudaginn 21. maí, frá klukkan 11:00-17:00 í Laugardalshöll.

Á sýningunni munu um 100 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu. Medland mun kynna heimili í sólinni á Spáni. Komdu og spjallaðu við okkur, fáðu bæklinga og upplýsingar um kaupferlið á Spáni.

Heimasíða sýningarinnar: http://www.amazinghomeshow.is

Skráðu þig í gegnum eftirfarandi slóð : https://midi.is/atburdir/1/9952/Amazing_Home_Show  og settu inn kóðann MED01 til að virkja afsláttinn.

Sértu á vegum fyrirtækis og hafirðu áhuga á að koma í nafni þess, höfum við aðgang að fríum boðsmiðum fyrir þig á sérstakan opnunardag tileinkaðan fyrirtækjum, sem haldinn verður föstudaginn 19. maí nk í Laugardalshöll og stendur yfir frá kl. 15:00 til 20:00.

Formleg setning sýningarinnar er kl. 17:00. Boðið verður upp á léttar veitingar í tilefni dagsins og þætti okkur vænt um að sjá þig þá!

Til að virkja fyrirtækjaboðsmiðann, þarftu að skrá þig hér!  og nota kóðann MED01

Sjáumst hress í höllinni!

 

Posted in Almennar upplýsingar | Tagged , , | Comments Off on Við vonumst til að sjá þig á Amazing Home Show í Reykjavík

Fræðslufundur í Reykjavík: HVERNIG ER KAUPFERLIÐ Á SPÁNI

Cabecera_newsletter_ISL_BLOG

KYNNING:

HVERNIG ER KAUPFERLIÐ Á SPÁNI

Við Íslendingar höfum nú á ný öðlast aðgang að alþjóðlegum markaði og auðvitað er tilvalið að nota tækifærið og kaupa sér fasteign í sólinni á Spáni. Komdu og hittu okkur og heyrðu það sem við höfum að segja varðandi það að festa kaup á draumaeigninni á öruggan og þægilegan máta.

Þú færð einnig tækifæri til að kynna þér framúrskarandi úrval nýrra fasteigna við Costa Blanca og Costa de Murcia, hljóta persónulega ráðgjöf og taka bæklingana okkar með ítarlegum upplýsingum um kaupferlið á Spáni með þér heim.

Hvar og hvenær?

 • Dagana 18. og 19. mars (laugardagur og sunnudagur) á Centerhotel Plaza, Aðalstræti, 101 Reykjavík.
 • Opnunartími: frá 10.00 til 18.00.

Dagskrá:

 • Haldnir verða tveir fræðslufundir hvorn dag fyrir sig, sá fyrri klukkan 12.00 og hinn síðari klukkan 15.00, um 40 mínútur í hvert sinn.
 • Fyrir og eftir fræðslufundina, eða frá klukkan 10.00 til klukkan 18.00, verða fulltrúar Medland Spáni til taks, viljirðu fá upplýsingar um eignirnar okkar eða spyrjast fyrir um annað sem tengist ferlinu.

Núna er tækifærið! Ekki missa af þessari kynningu og SKRÁÐU ÞIG HÉR.

 

 

 

Posted in Almennar upplýsingar, Costa Blanca | Tagged , , , , | Comments Off on Fræðslufundur í Reykjavík: HVERNIG ER KAUPFERLIÐ Á SPÁNI

Spánn sem helsti áfangastaður þeirra sem setjast í helgan stein

Abuelos-playa

Spánn sem helsti áfangastaður þeirra sem setjast í helgan stein

Að komast á eftirlaunaaldur og setjast í helgan stein er sérstakur tímapunktur í lífinu, við höfum unnið fyrir þessum tímamótum og eigum skilið að njóta þess að vera komin á þennan stað. Á hverjum degi eru fleiri og fleiri sem eru staðráðnir í að gera sitt til að svo megi verða og taka þá ákvörðun að láta drauminn rætast og flytja sig um set, færa sig í sólina. Spánn er framarlega í röðinni og einn helsti áfangastaður fólks í þessum hugleiðingum. Hvað er það sem gerir Spán svona vinsælan í augum eftirlaunaþega?

Ástæður fyrir því að setjast í helgan stein á Spáni

Þó nokkrar ástæður má finna fyrir þessu vali Evrópubúa á eftirlaunaaldri og margar hverjar auðvitað persónulegar. En að auki má greina ástæður sem snúa að fjármálum, kroppnum og heilsunni sem dæmi.

 1. Fullt öryggi er varðar heilsugæslu

Sú heilsugæsla og það kerfi sem býðst þeim sem búa á Spáni, hvort sem um er að ræða innfædda eða erlenda ríkisborgara, er ein helsta ástæða þess að Spánn skipar sér efst á listann þegar velja á land til að setjast að í á efri árum. Þeir sem koma frá löndum sem eru meðlimir í evrópusambandinu vita þetta og kannast við milliríkjasamninga um heilsugæslu. Íslendingar geta nálgast gögn um réttindi sín hjá Tryggingastofnun og nýtt sér spænska heilbrigðiskerfið til jafns við aðra. Hér eru upplýsingar af vefsíðu stofnunarinnar:

Elli- og örorkulífeyrisþegar sem taka upp búsetu í öðru EES landi geta sótt um að að fá sjúkratryggingavottorð PD S1 hjá Sjúkratryggingum Íslands  til þess að framvísa við skráningu hjá tryggingastofnun í nýja búsetulandinu. PD S1 vottorðið er ekki notað ef flutt er til Norðurlandanna.

Þeir sem geta fengið PD S1 vottorðið verða að vera EES borgarar, vera lífeyrisþegar á Íslandi og eiga ekki rétt á lífeyri í því landi sem flutt er til.

PD S1 er sjúkratryggingavottorð fyrir þá lífeyrisþega sem eru búsettir í öðru EES landi en þeir þiggja lífeyrisgreiðslur frá.

 1. Loftslag sem gerir heilsunni gott

Við höldum áfram að tala um heilsuna, því að nauðsynlegt er að minnast á þá staðreynd að Spánn skipar sér toppinn hvað varðar heilsuvænlegt loftslag. Fólk sem þjáist af liðagigt eða sjúkdómum sem tengjast öndunarfærum, jafnvel þeir sem þjást af þunglyndi, geta notið góðs af hlýju og mildu loftslagi, birtunni og sólinni sjálfri. Svo ekki sé nú talað um að dóla sér við sjávarmálið og grafa tærnar í sandinn. Að slaka á.

75 Couple Enjoying A Game Of Golf Abuelos%20y%20ejercicio Happy Senior Couple Holding Hands Sunset Sunrise Beach

 1. Rólegheit og stundir milli stríða

Að flytjast um set og venjast taktinum við Miðjarðarhafið þýðir að þú þarft að hægja á þér og læra að slaka á. Spánverjar hafa þróað sitt fræga tímaplan sem miðar að því að njóta og hvílast milli tarna. Stund milli stríða eftir góða máltíð eða síestan hjá innfæddum er hollur vani og getur komið sér vel fyrir marga. Hér er borðað fimm sinnum á dag, aðalmáltíðin milli tvö og þrjú um daginn og í heitustu mánuðunum er gott að gefa kroppnum pásu, taka sér kríu meðan flestar smærri spænskar verslanir og þjónustuaðilar loka dyrum sínum fram til fimm.

Það er næstum óþarfi að nefna sjóinn og ströndina þegar talað er um að slaka á og taka því rólega, en ég geri það samt til öryggis; göngutúr í sjávarmálinu eða hreinlega að flatmaga undir sólhlíf við gutlið í öldunum getur gert kraftaverk fyrir marga.

 1. Heimili sem auðvelt er að kaupa

Síðast en ekki síst er mikilvægt að tala um það hversu auðvelt það reynist Evrópubúum að flytjast búferlum til Spánar. Þjónusta fasteignasala á Spáni er afar góð og oft býðst sú þjónusta á fleiri tungumálum, til dæmis á íslensku eins og hér sést. Þjónustan við þig felst í því að taka með þér fyrsta skrefið, sýna þér það sem í boði er, senda þér myndir og upplýsingar og taka á móti þér í sólinni. Í stuttu máli; aðstoða við leitina að draumaheimilinu á Spáni og fylgja þér kaupferlið á enda.

Að búa á Spáni er vafalaust einn af draumum margra Evrópubúa, mikilvægt er að taka skrefið í tíma til að njóta.

Banner_Newsletter-ISL

Posted in Almennar upplýsingar | Tagged , , , , , | Comments Off on Spánn sem helsti áfangastaður þeirra sem setjast í helgan stein

Medland byggingin

panoramica-interior-de-noche

Í desember 2013 lauk vinnu við nýjar aðalstöðvar Medland á Spáni. Byggingin er einstök og staðsett á frábærum stað, til hliðar við einn af aðalvegum svæðisins. Tvær hæðir búnar skrifstofum og stórt bílastæði gera okkur kleift að sinna vinnu og viðskiptavinum á þægilegan máta, eins og þeir eiga skilið.

DSC_0042RET

Á byggingunni eru stórir gluggar á öllum fjórum hliðum, sem er táknrænt fyrir gegnsæið sem ríkir í starfsháttum fyrirtækisins. Skiltið okkar og merkingar eru í mörgum litum í stíl við logo-ið okkar. Við viljum draga athyglina að líflegum þáttum lífsins á Spáni; sólinni, gleðinni og bjartsýni yfirhöfuð í takt við það. Heiðurinn af innanhússhönnuninni á hinn virti hönnuður Francisco Pleguezuelos en hönnunin endurspeglar bæði alvarleika og fagmennsku með áherslu á gegnsæið sem við kjósum að standa fyrir. Rauða lyftan okkar og stóllinn í móttökunni gefa svo lit á móti ljósum innviðunum.

_DSC0101 _DSC0109

_DSC0124 _DSC0128

_DSC0132

 

Posted in Sin categoría | Tagged , , , | Comments Off on Medland byggingin

Er mögulegt að fá veðlán á Spáni?

Er mögulegt að fá veðlán á Spáni? Er mögulegt að fá veðlán á Spáni?

Það er staðreynd að útlán sem veitt eru í spænskum bönkum hafa fallið gríðarlega á síðustu árum, sem er bein afleiðing af kreppunni, en bankarnir hafa þurft að aðlaga sig smátt og smátt. Samt sem áður, er það einnig staðreynd að bankarnir geta tryggt traustum kúnnum fyrirgreiðslu. Bankar lifa af því að lána fé og nánast allar bankastofnanir munu samþykkja veitingu veðláns til erlendra aðila sem mæta settum skilyrðum:

 • Hrein innkoma þarf að vera minnst þrisvar sinnum upphæð allra lánagreiðslna viðkomandi.
 • Umsókn um lán má ekki vera hærri en 50 til 60% af verðgildi eignarinnar.
 • Sýna þarf fram á að um skilvísan greiðanda sé að ræða með pappírum frá heimalandi.
 • Aldur yngsta aðila sem kaupir (hjóna sem dæmi), má ekki vera hærri en 75 ár þegar lánaskilyrði eru skoðuð.

Hvaða vexti verð ég látinn borga? Á síðustu árum hefur kostnaður við veðlán aukist vegna almennrar rýrnunar á alþjóðlegum lánamarkaði. Yfirleitt er verið að tala um 4 til 5% vexti sem venjulega eru fastir fyrsta árið en síðan endurreiknaðir í samræmi við sveiflur á EURIBOR prósentu. Fastir vextir allan lánstímann eru að verða algengari í dag og eru oft milli 3 og 4 prósent.

Banner_Newsletter-ISL

Posted in Almennar upplýsingar | Tagged , , , , , , | Comments Off on Er mögulegt að fá veðlán á Spáni?

FASTEIGNALEIT

LEIT

Finnurðu ekki það sem þú leitar að?
Notaðu ítarlegu leitina okkar »