Spánn sem helsti áfangastaður þeirra sem setjast í helgan stein

Abuelos-playa

Spánn sem helsti áfangastaður þeirra sem setjast í helgan stein

Að komast á eftirlaunaaldur og setjast í helgan stein er sérstakur tímapunktur í lífinu, við höfum unnið fyrir þessum tímamótum og eigum skilið að njóta þess að vera komin á þennan stað. Á hverjum degi eru fleiri og fleiri sem eru staðráðnir í að gera sitt til að svo megi verða og taka þá ákvörðun að láta drauminn rætast og flytja sig um set, færa sig í sólina. Spánn er framarlega í röðinni og einn helsti áfangastaður fólks í þessum hugleiðingum. Hvað er það sem gerir Spán svona vinsælan í augum eftirlaunaþega?

Ástæður fyrir því að setjast í helgan stein á Spáni

Þó nokkrar ástæður má finna fyrir þessu vali Evrópubúa á eftirlaunaaldri og margar hverjar auðvitað persónulegar. En að auki má greina ástæður sem snúa að fjármálum, kroppnum og heilsunni sem dæmi.

  1. Fullt öryggi er varðar heilsugæslu

Sú heilsugæsla og það kerfi sem býðst þeim sem búa á Spáni, hvort sem um er að ræða innfædda eða erlenda ríkisborgara, er ein helsta ástæða þess að Spánn skipar sér efst á listann þegar velja á land til að setjast að í á efri árum. Þeir sem koma frá löndum sem eru meðlimir í evrópusambandinu vita þetta og kannast við milliríkjasamninga um heilsugæslu. Íslendingar geta nálgast gögn um réttindi sín hjá Tryggingastofnun og nýtt sér spænska heilbrigðiskerfið til jafns við aðra. Hér eru upplýsingar af vefsíðu stofnunarinnar:

Elli- og örorkulífeyrisþegar sem taka upp búsetu í öðru EES landi geta sótt um að að fá sjúkratryggingavottorð PD S1 hjá Sjúkratryggingum Íslands  til þess að framvísa við skráningu hjá tryggingastofnun í nýja búsetulandinu. PD S1 vottorðið er ekki notað ef flutt er til Norðurlandanna.

Þeir sem geta fengið PD S1 vottorðið verða að vera EES borgarar, vera lífeyrisþegar á Íslandi og eiga ekki rétt á lífeyri í því landi sem flutt er til.

PD S1 er sjúkratryggingavottorð fyrir þá lífeyrisþega sem eru búsettir í öðru EES landi en þeir þiggja lífeyrisgreiðslur frá.

  1. Loftslag sem gerir heilsunni gott

Við höldum áfram að tala um heilsuna, því að nauðsynlegt er að minnast á þá staðreynd að Spánn skipar sér toppinn hvað varðar heilsuvænlegt loftslag. Fólk sem þjáist af liðagigt eða sjúkdómum sem tengjast öndunarfærum, jafnvel þeir sem þjást af þunglyndi, geta notið góðs af hlýju og mildu loftslagi, birtunni og sólinni sjálfri. Svo ekki sé nú talað um að dóla sér við sjávarmálið og grafa tærnar í sandinn. Að slaka á.

75 Couple Enjoying A Game Of Golf Abuelos%20y%20ejercicio Happy Senior Couple Holding Hands Sunset Sunrise Beach

  1. Rólegheit og stundir milli stríða

Að flytjast um set og venjast taktinum við Miðjarðarhafið þýðir að þú þarft að hægja á þér og læra að slaka á. Spánverjar hafa þróað sitt fræga tímaplan sem miðar að því að njóta og hvílast milli tarna. Stund milli stríða eftir góða máltíð eða síestan hjá innfæddum er hollur vani og getur komið sér vel fyrir marga. Hér er borðað fimm sinnum á dag, aðalmáltíðin milli tvö og þrjú um daginn og í heitustu mánuðunum er gott að gefa kroppnum pásu, taka sér kríu meðan flestar smærri spænskar verslanir og þjónustuaðilar loka dyrum sínum fram til fimm.

Það er næstum óþarfi að nefna sjóinn og ströndina þegar talað er um að slaka á og taka því rólega, en ég geri það samt til öryggis; göngutúr í sjávarmálinu eða hreinlega að flatmaga undir sólhlíf við gutlið í öldunum getur gert kraftaverk fyrir marga.

  1. Heimili sem auðvelt er að kaupa

Síðast en ekki síst er mikilvægt að tala um það hversu auðvelt það reynist Evrópubúum að flytjast búferlum til Spánar. Þjónusta fasteignasala á Spáni er afar góð og oft býðst sú þjónusta á fleiri tungumálum, til dæmis á íslensku eins og hér sést. Þjónustan við þig felst í því að taka með þér fyrsta skrefið, sýna þér það sem í boði er, senda þér myndir og upplýsingar og taka á móti þér í sólinni. Í stuttu máli; aðstoða við leitina að draumaheimilinu á Spáni og fylgja þér kaupferlið á enda.

Að búa á Spáni er vafalaust einn af draumum margra Evrópubúa, mikilvægt er að taka skrefið í tíma til að njóta.

Banner_Newsletter-ISL

Posted in Almennar upplýsingar | Tagged , , , , , | Comments Off on Spánn sem helsti áfangastaður þeirra sem setjast í helgan stein

Comments are closed.

FASTEIGNALEIT

LEIT

Finnurðu ekki það sem þú leitar að?
Notaðu ítarlegu leitina okkar »