Þessi síða notar sínar eigin cookies og cookies frá þriðja aðila til að gera flakk þitt um vefinn að betri reynslu og til að gera á því greiningu. Með því að flakka um vefinn okkar, samþykkirðu okkar notkun á Cookies.
Fasteignir við Costa Blanca

Fasteignir við Costa Blanca

MEIRI UPPLÝSINGARMEIRI UPPLÝSINGAR
Costa Blanca er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum við Miðjarðarhafið og meðal þeirra eftirsóttustu af erlendum kaupendum sem langar að eignast fasteign á Spáni.

Strandlengjan skiptist í tvö stór svæði, norður og suður, en framboð ólíkra tegunda fasteigna er misjafnt eftir því hvaða svæði er valið. Við norður Costa Blanca svæðið má segja að fínni fasteignir og dýrari ráði ríkjum á meðan suður Costa Blanca hefur ódýrari eignir fram að færa en ástæðan er meira framboð á landi til bygginga. Að auki, getur úrval fasteigna innan þessara svæða verið af ólíkum toga eftir því hversu nálægt ströndinni sjálfri þær liggja. Venjulega byggist úrval eigna sem næst standa ströndinni á íbúðum á meðan íbúðabyggðir sem standa fjær (í milli 2ja og 10 kílómetra fjarlægð frá ströndinni) samanstanda frekar af einbýlis- eða raðhúsum.

Vinsældir Costa Blanca þegar kemur að því að velja húsnæði til sumarleyfisdvala eru auðskiljanlegar þegar horft er til þess að hér er um að ræða yfir 240 km strandlengju þar sem hvítar sandstrendur eru yfirgnæfandi og fallegar klettastrendur og einstök náttúra prýða umhverfið. Hér má telja um 2800 klukkustundir af sólarljósi árlega og meðal hitastig yfir árið eru um 19ºC.

Við norður Costa Blanca, þar sem landslag er meira fjalllendi en láglendi, eru klettastrendur algengari og íbúðahverfin búa flest yfir stórkostlegu útsýni yfir hafið. Þekktasta borgin á þessu svæði er Benidorm, en bæirnir Altea, villajoyosa, Calpe og Denia eru einnig vinsælir viðkomustaðir.

Við suður Costa Blanca er láglendi ríkjandi sem einkennist af pálmatrjám og löngum hvítum sandströndum. Þekktustu bæirnir eru Santa Pola, Guardamar, Torrevieja og Orihuela Costa.

FASTEIGNALEIT

LEIT

Finnurðu ekki það sem þú leitar að?
Notaðu ítarlegu leitina okkar »

FRÉTTABRÉF

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar og fáðu nýjustu fasteignatilboðin

Já, ég hef lesið og samþykki stefnu og reglur um persónuvernd.
GERAST
ÁSKRIFANDI
Fáðu FRÍU Spánarbæklingana okkar

VALDAR FASTEIGNIR Á COSTA BLANCANÝJUSTU FASTEIGNIR OKKAR Á SPÁNI

FóKUS á COSTA BLANCA

0

Fræðslufundur í Reykjavík: HVERNIG ER KAUPFERLIÐ Á SPÁNI

Thu, 02 Mar 2017 13:15:43

KYNNING: HVERNIG ER KAUPFERLIÐ Á SPÁNI Við Íslendingar höfum nú á ný öðlast aðgang að alþjóðlegum markaði og auðvitað er tilvalið að nota tækifærið og kaupa sér fasteign í sólinni á Spáni. Komdu og hittu okkur og heyrðu það sem við höfum að segja varðandi það að festa kaup á draumaeigninni á öruggan og þægilegan […]

0

Fara á FóKUS á COSTA BLANCA »

(Lesa allar greinar)