Þessi síða notar sínar eigin cookies og cookies frá þriðja aðila til að gera flakk þitt um vefinn að betri reynslu og til að gera á því greiningu. Með því að flakka um vefinn okkar, samþykkirðu okkar notkun á Cookies.
 • Richard Hart

  Forstjóri
  richard.hart@medlandspain.com
 • Steinunn Fjola Jonsdottir

  Market Manager
  steina.jonsdottir@medlandspain.com
 • Sesselia Sigurdardottir

  Söludeild og markaðssetning
  sesselia.sigurdardottir@medlandspain.com
 • Isabel García

  Stjórnandi markaðssviðs
  isabel.garcia@medlandspain.com
 • Hillevi Lemetti

  Söludeild
  hillevi.lemetti@medlandspain.com
 • Bettina Sloth

  Söludeild
  bettina.sloth@medlandspain.com
 • Kirsten Pedersen

  Söludeild
  kirsten.pedersen@medlandspain.com
 • Ida Pernille Jensen

  Söludeild
  ida.jensen@medlandspain.com
 • Viktor Janic

  Söluráðgjafi
  viktor.janic@medlandspain.com
 • Melanie Van Dragt

  Söludeild
  melanie.vandragt@medlandspain.com
 • Olga Voropaieva

  Móttaka
  olga.voropaieva@medlandspain.com
 • Elena Shulga

  Söludeild
  elena.shulga@medlandspain.com
 • Theo Kokx

  Söludeild
  theo.kokx@medlandspain.com
 • Joaquín Ferrández

  Tæknistjórn
  joaquin.ferrandez@medlandspain.com
 • Rafael Carrasco

  Ljósmyndari
  rafael.carrasco@medlandspain.com
 • Carmen Rives

  Söludeild
  carmen.rives@medlandspain.com

MEDLAND SPÁNI: Reynsla og fagmennska

Medland Spáni er tiltölulega nýtt fyrirtæki en við sem hér störfum höfum áralanga reynslu af fasteignamarkaðnum. Teymið okkar samanstendur af fagmanneskjum frá ólíkum löndum, sem vinna saman að sameiginlegu markmiði: Að aðstoða borgara frá ólíkum löndum við að finna sitt tilvalda heimili á Spáni.

Fyrirtækið byggir stefnu sína á gæðum þjónustu, bæði hvað varðar val á eignum sem við bjóðum, kynningu á þeim eignum, aðstoð og leiðsögn sem við bjóðum viðskiptavinum gegnum net og síma, fylgd í heimsóknum svo að viðskiptavinir megi kynnast eignunum af eigin raun, auk eftirfylgni þegar kaupin hafa átt sér stað.

Okkar markmið er að það flókna ferli sem það að kaupa fasteign í öðru landi getur verið, verði fagleg, ánægjuleg og vel skipulögð reynsla. Því markmiði náum við með því að bjóða bestu mögulegu þjónustu, forðast hvers konar þrýsting og tryggja hámarks lagalegar og fjárhagslegar tryggingar. Við reiknum með því að viðskiptavinir okkar búi yfir færni og dómgreind sem þarf til að taka skynsamlegar ákvarðanir, okkar markmið er einfaldlega að veita leiðsögn og tryggja að allar upplýsingar sem nauðsynlegt er að hafa við slíkar ákvarðanatökur séu til staðar. Hver sá sem ákveður að festa kaup á góðri fasteign í öðru landi hlýtur að hafa, á einn hátt eða annan, notið árangurs í lífinu. Sá hinn sami ætti að krefjast og reikna með bestu mögulegu þjónustu frá Medland.

Þjónusta okkar

Á skrám Medland muntu eingöngu finna fasteignir sem mæta hæstu kröfum hvað varðar gæði og kröfur sem gera má til hönnunar. Við höfum valið bestu möguleikana fyrir þig á völdum svæðum. Við seljum ekki eignir sem hafa verið teknar yfir af bönkunum og eru í slæmu ásigkomulagi eða endursölueignir í slæmu ástandi í ofbyggðum hverfum. Við kjósum að selja minna og tryggja að viðskiptavinir okkar séu ætíð ánægðir.
Við notum ljósmyndir af góðum gæðum, bjóðum upp á lýsingar í smáatriðum og veitum nákvæmar upplýsingar. Vefsíðan okkar er uppfærð daglega, með verðum sem sýna nákvæmt gengi á hverjum degi fyrir sig. Við gefum þér möguleika á að setja þig í samband við okkur beint til að fá meiri upplýsingar um hvaða fasteign sem er, án nokkurra skuldbindinga af þinni hálfu.
Í heimi þar sem nútímatækni þýðir að við erum einungis einu músarklikki frá viðskiptavinum okkar, finnst okkur það vera skylda okkar að svara fyrirspurnum eins fljótt og unnt er. Net- og símaþjónustuverið okkar tryggir þér skjót svör. Við munum senda þér upplýsingarnar sem þú sóttir um á skjótvirkan og áhrifaríkan hátt. Við kærum okkur ekki um að viðskiptavinir okkar eyði tíma sínum í að bíða.
Besta leiðin til að kynnast þeim fasteignum sem standa þér til boða er að koma í heimsókn til okkar. Við sjáum um allt annað: Við getum aðstoðað þig við bókanir, við getum komið og sótt þig á flugvöllinn ef þú vilt og við munum leiðbeina þér í skoðunarferð um eignirnar sem þú valdir að kynna þér. Við hefjum gjarnan ferðirnar á stuttum fundi með viðskiptavinum til að ganga úr skugga um að við vitum hvers þeir krefjast og tryggjum þannig að eingöngu sé farið í þær eignir sem í raun sannri mæta kröfum þínum. Heimsóknir til Spánar eru venjulega stuttar, við viljum nota tímann vel og í það sem máli skiptir.
Finnirðu fasteign sem þér líkar, munum við aðstoða þig við kaupferlið frá upphafi til enda; semja við byggingaraðilann fyrir þína hönd, aðstoða þig við koma þér í samband við lögmann (Medland mælir með því að sjálfstæður lögmaður sé fenginn til að hafa umsjón með afsalsferlinu), veita þér ráðgjöf um ýmislegt sem snýr að væntanlegu heimili og aðstoða þig við að opna bankareikning eða hvað annað sem þarf að ganga í að gera og snýr að pappírum.
Frá því augnabliki sem þú ákveður að borga staðfestingargjald og festa þér þannig fasteign og allt þar til þú færð lyklana afhenta og getur byrjað að njóta nýja heimilisins, munum við sjá um að ferlið gangi mjúklega fyrir sig. Við munum leiðbeina þér með pappírsmál, aðstoða þig við umsókn um hvaða gögn sem þú kannt að þurfa á að halda á Spáni, svo sem NIE númer, sem er kennitala fyrir erlenda borgara, gefin út af ríkinu, en nauðsynlegt er að verða sér út um slíkt númer til að geta klárað og skrifað undir afsal. Við munum fylgja þér í Notarí og yfirfara eignina með þér til að tryggja að allt sé í lagi. Ef eignin er enn í byggingu eða verið er að byggja eftir pöntun, munum við taka myndir af framvindu byggingaframkvæmda og ganga úr skugga um að allt fari fram samkvæmt samkomulagi og undirrituðum samningi.
1Eignir valdar af varkárni»
2Nákvæm og áhrifarík kynning á eignum»
3Skjót svör við fyrirspurnum þínum»
4Skoðunarferðir með leiðsögn»
5Aðstoð við kaup»
6Þjónusta eftir kaupin»

FASTEIGNALEIT

LEIT

Finnurðu ekki það sem þú leitar að?
Notaðu ítarlegu leitina okkar »

FRÉTTABRÉF

Vertu áskrifandi að fréttabréfinu okkar og fáðu nýjustu fasteignatilboðin

Já, ég hef lesið og samþykki stefnu og reglur um persónuvernd.
GERAST
ÁSKRIFANDI
Fáðu FRÍU Spánarbæklingana okkar