Raðhús með 4 svefnherbergjum, garði og þakverönd í Cala de Mijas

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Mijas, Mijas Costa

Þessi eign er ekki í boði


4

2

186.53 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 4271220

Nýr raðhúsakjarni í Cala de Mijas, við Costa del Sol. Fullkomlega staðsett, aðeins 1 km frá ströndinni sem og hinu þekkta "Valle del Golf" svæði, með miklu úrvali golfvalla. Cala de Mijas býður upp á alhliða þjónustu, til viðbótar við hið mikla úrval þjónustu sem er í boði í borgunum Marbella og Málaga, sem eru í 20 og 25 mínútna fjarlægð.

Tveggja hæða raðhús með 3 eða 4 svefnherbergjum, fáanleg með eða án kjallara/bílskúrs og/eða þakverandar. Raðhúsin snúa ýmist til suðurs eða austurs, og hafa björt rými innanhúss auk þess að bjóða upp á stórbrotið sjávarútsýni. Alrýmið sameinar eldhúsið og setustofuna og nær út á stóra verönd og garðsvæði, þar sem njóta má frábærs loftslagsins við Costa del Sol. Húsunum fylgir loftkæling, eldhústæki, gólfhiti á baðherbergjum og bílastæði. Það fer eftir gerð, hvort bílastæði eru í kjallara eða götuhæð, með foruppsetningu fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla. Gegn aukakostnaði má setja upp lyftu sem tengir allar hæðir eignarinnar.

Raðhúsin eru í lokuðum kjarna, með fallegum garðsvæðum, saltvatnslaug, líkamsræktarstöð, gufubaði og félagsherbergi.
See more...

  • verönd
  • eigin garður
  • bílastæði
  • þakverönd
  • sameiginleg sundlaug
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Mijas, Mijas Costa

La Cala, heitir þéttbýli Mijas sem liggur við ströndina. La Cala er hefðbundið þorp sem í dag er miðpunktur 12 km langrar strandlengju. Við strendurnar eru glæsileg íbúðahverfi, hótel og fjöldinn allur af annars konar þjónustu. Á svæðinu má spila golf og tennis og stunda alls kyns vatnaíþróttir, svo sem köfun eða siglingar. Þá má auðvitað baða sig í sjónum eða liggja og sleikja sólina. 

Úr fortíð svæðisins standa eftir fjórir turnar sem voru hluti af varnarvirki andalúsísku strandlengjunnar. Þá hefur hafsbotninn við Mijas mikla vistfræðilega þýðingu en þar er mikil fjölbreytni í dýralífinu og fjöldi evrópskra, afríkanskra, Atlantshafs- og Miðjarðarhafstegunda lifa þar saman í sátt og samlyndi. 

  • 34 km
  • 6 km
  • 7 km
  • 1 km
  • 7 km
  • 0 km

Nánari upplýsingar um Mijas Costa

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.