Einstakt einbýli með fimm svefnherbergjum og einkasundlaug, 650 metra frá ströndinni í Fuengirola

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola

Þessi eign er ekki í boði


5

5

743.55 m2

1152.43 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 4714284

Lúxuseign með nýmóðins hönnun í Mijas Costa, tíu mínútur frá Fuengirola og einungis 5 mínútur frá ströndinni. Eignirnar tilheyra einstökum dvalarstað með aðgangi að fyrsta flokks þjónustu og aðstöðu, eins og dyravörslu, íþróttaklúbbi, afslöppun í spa eða á strandarklúbbnum. Í Mijas Costa er að finna úrval veitingastaða, við ströndina sjálfa og einnig inn í miðbænum, en þetta er dæmigert þorp sem býr enn yfir töfrum hvítu þorpanna í Andalúsíu. Staðsetningin er fullkomin fyrir golfunnendur en einnig iðkendur annarra íþrótta, mikið úrval hasaríþrótta er á staðnum, til dæmis svifflug og allskonar vatnaíþróttir. Húsin eru á rólegum stað, auðvelt er að komast að þeim því þau er vel tengd hraðbrautinni, hægt er að komast hratt og örugglega til annarra mikilvægra borga eins og Puerto Banús og Marbella á hálftíma og á flugvöllinn í Malaga á einungis 20 mínútum.

Einstakar lúxuseignir, annaðhvort með fimm eða sjö herbergjum, byggðar á upphækkuðu svæði svo útsýnið yfir hafið er stórkostlegt.

Einbýli með fimm svefnherbergjum og fimm baðherbergjum á þremur hæðum á 1152 fm lóð. Á jarðhæð eru þrjú svefnherbergi með sér baðherbergjum, og er útgengt af hæðinni. Úti er stór yfirbyggður pallur ásamt 54 fm sundlaug, gufubaði og útisalerni. Á sömu hæð er einnig þvottahús, geymsla og tómstundarými sem hægt er að hanna eftir eigin höfði, til dæmis sem kvikmyndasal, vínkjallara, leikfimisal eða það sem tilvonandi eiganda kemur til hugar. Á miðhæðinni er rúmgott, opið rými sem samanstendur af stofu/borðstofu með tvöfaldri lofthæð og nútímalegu eldhúsi. Í þessu rými eru stórir gluggar sem opnast út í garðinn, með yfirbyggðum og opnum pöllum. Á hæðinni er einnig svefnherbergi, sérbaðherbergi, gestasalerni og bílskúr fyrir tvo bíla. Hjónaherbergið, sem er með fataskáp, sérbaðherbergi og svölum nær yfir alla efstu hæðina, þar er gott næði og fagurt útsýni yfir hafið. 

Einbýli með sjö svefnherbergjum og sjö baðherbergjum, á tveimur hæðum og á 1910 fm lóð. Á neðri hæð eru sex svefnherbegi, öll með sérbaðherbergi, gestasalerni, tækjarými, tveimur geymslum, bílskúr fyrir þrjá bíla og risastórum tómstundasal. Tómstundarýmið samanstendur af nokkrum rýmum og eru sum þeirra með tvöfaldri lofthæð. Hægt er að nýta rýmið fyrir leikjasal, vínkjallara, kvikmyndasal o.s.fr. Úti er stór garður, með stíg sem liggur að nuddpotti og gufubaði. Af efri hæðinni er stórkostlegt útsýni yfir hafið, með mjög sérstöku dagrými sem samanstendur af nútímalegu eldhúsi, borðstofu og stofu, aðskildum með skorsteini sem opnast í tvær áttir. Úti er að finna stóra palla, að hluta til yfirbyggða, fullkomnum til að njóta samvista við vini og vandamenn undir beru lofti, auk 60 fm sundlaugar. Á sömu hæð er hjónaherbergi með sérbaðherbergi í opnu rými, auk tveggja gestasalerna, og inngengt í annað þeirra frá pallinum.

Einstakar eignir sem bjóða upp á fullkomna tengingu innri og ytri rýma, svo daglegu lífi undir beru lofti er tekið fagnandi, ásamt nútímalegum arkitektúr.

See more...

  • einkasundlaug
  • verönd
  • eigin garður
  • afgirt bílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola

Fuengirola er borg sem angar af Andalúsíu og býður uppá víðfeðma strandlengju sem skreytt er stórkostlegum ströndum. Þessi borg í Málaga héraði hefur um langt skeið verið eftirsóttur ferðamannastaður og býður uppá fjölbreytt úrval þjónustu og innviða, svo sem golfvelli, hestabúgarða, skemmtigarða, hótel og veitingastaði, svo ekki sé minnst á menningarhefðir og hátíðir. Menningarlegir viðburðir í Fuengirola, ásamt vinsælum hátíðahöldum, teygja sig yfir árið eins og það leggur sig og endurspegla opið og alúðlegt viðmót innfæddra.  

Íbúafjöldi í borginni er um 80.000 manns, sem gerir hana að fimmta fjölmennasta sveitarfélagi Málaga, á eftir höfuðborginni sjálfri, Marbella, Vélez-Málaga og Mijas.

Fuengirola var stofnuð af Föníkumönnum og um hana fóru Rómverjar, Býsantíumenn, Vestgotar og Múslímar ásamt öðrum þjóðum, þar til hún var opinberlega innlimuð í konungsríki Kastilíu, árið 1485. Í dag er Fuengirola mikilvægur ferðamannastaður sem hýsir um 250.000 manns yfir sumartímann og hagkerfi borgarinnar veltur á ferðamannaþjónustu. 

  • 19 km
  • 4 km
  • 4 km
  • 1 km
  • 4 km
  • 4 km

Nánari upplýsingar um Fuengirola

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.