Lúxus þakíbúð með 4 svefnherbergjum í miðbæ Alicante

Costa Blanca Norður, L'Alacantí, Alicante

Þessi eign er ekki í boði


4

3

196.80 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 2004388

Nýr glæsilegur íbúðakjarni í hjarta Alicante. Í göngufæri frá ströndinni, höfninni og sporvagna- og lestarstöðvum. Öll þægindi stórborgar umlykja kjarnann, auk dægradvalar og menningar sem einkennir borgina. Alicante er hjarta Costa Blanca og góð tenging er við svæðin í kring um hraðbrautina AP-7 auk þess sem ferðast má hvert á land sem er með lestum.

Íbúðirnar eru með misjöfnu skipulagi, með 1 eða 3 svefnherbergjum en þakíbúðir hafa 4 svefnherbergi. Stofan og borðstofan eru eitt rými en eldhúsið er aðskilið að hluta og þar er gert ráð fyrir borðaðstöðu og geymslu. Fataskápar eru í stórum svefnherbergjum og í 3ja svefnherbergja íbúðunum er lítil verönd.

Þakíbúð er 196m2 að stærð og hefur aðskilda stofu og borðstofu ásamt rúmgóðri verönd. Hjónaherbergi hefur fataherbergi og baðherbergi.

Í kjarnanum eru sundlaug og sameiginleg þakverönd með stórkostlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Á jarðhæð og fyrstu hæð er sameiginlegt Gourmet eldhús sem stendur íbúum til boða og þaðan má nálgast sameiginlega svæðið. Setustofur og leiksvæði fyrir börn eru í kjarnanum ásamt aðstöðu til líkamsræktar og bílastæðahúsi í kjallara.

Allar íbúðirnar eru loftkælingu/hitun, fullbúnu eldhúsi, ´smart-home´ kerfi, myndavélardyrasíma, einkabílastæði og geymslu.
See more...

  • verönd
  • sameiginleg sundlaug
  • sameiginlegur garður
  • sameiginleg bílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Blanca Norður, L'Alacantí, Alicante

Alicante er höfuðborg héraðsins, staðsett á miðri Costa Blanca og skilur þannig milli norður og suður Costa Blanca.

Þéttbýliskjarninn er fullkominn fyrir fólk sem kýs að búa í stórborg, með allri þeirri þjónustu sem því fylgir. Á þessu svæði einkenna fasteignaúrvalið eingöngu fyrsta flokks íbúðir við ströndina eða mjög nálægt frægustu strönd borgarinnar, Postiguet-ströndinni. Fjær þéttbýliskjarnanum, en þó við ströndina, er að finna margskonar íbúðasvæði eins og La Albufereta, Cabo Huertas og San Juan ströndina, þar sem húsagerðirnar eru fjölbreyttari. Hér bjóðum við upp á stórkostlegt val einbýla, raðhúsa og íbúða. Hér má sjá fasteignirnar í Alicante.

  • 1 km
  • 1 km
  • 2 km
  • 45 km

Nánari upplýsingar um Alicante

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.