Lúxus einbýlishús með 3 svefnherbergjum, einkasundlaug og stórkostlegu útsýni í Benissa

Costa Blanca Norður, Marina Alta, Benissa

frá 142,595,000 kr
frá 950.000€

3

3

192.00 m2

725.00 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 4778908

Nútímlegt einbýlishús á friðsælum stað í Benissa með stórkostlegu sjávarútsýni og einungis í rúmlega 1km fjarlægð frá hinni stórkostlegu La Fustera strönd. Nágrannabæirr Benissa; Calpe og Moraira bjóða upp á úrval af alls kyns þjónustu, s.s. matvöruverslanir, búðir og flotta veitingastaði. Svæðið býður einnig upp ýmis konar hreyfisport, s.s. golf, siglingar, vistvæna  gönguleið frá ströndinni til Calpe, auk hestaferða. Staðsetningin er afar góð, mikil náttúra allt um kring, stutt að keyra á ströndina og gott aðgengi að öllum helstu nútíma þægindum.

Tveggja hæða einbýlishús með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, byggð á 725 m2 lóð. Miðhæðin er rúmgóð og er stofan, borðstofan og eldhúsið í opnu rými. Eyja er í eldhúsinu. Gólfsíðir gluggar eru á miðhæðinni sem hægt er að opna út á glæsilegt útisvæðið. Á hæðinni er einnig tvöfalt svefnherbergi með baðherbergi, gestasalerni og þvottahús. Á jarðhæðinni eru 2 svefnherbergi til viðbótar, bæði með fataherbergi og baðherbergi inn af, og svalahurð sem opnast út á verönd með stórkostlegu sjávarútsýni.

Útisvæðið er með stórri verönd, með aðstöðu til að grilla. Kjörið svæði til að njóta sólarinnar á Costa Blanca með fjölskyldu og vinum. Veröndin er með gott svæði til að slaka á og baða sig í sólinni við sundlaugina og er öll lóðin umkringd furutrjám sem tryggir gott næði, en skemmir ekki fyrir útsýninu yfir Miðjarðahafið. Lóðin er einnig með yfirbyggt svæði fyrir tvo bíla.

Húsið verður byggt með úrvals byggingarefnum og innréttingum, og er með loftkælingu, gólfhita á öllum gólfum eldhústækjum, rafknúnar gardínur, innbyggða fataskápa, inni – og útilýsingu, tengi fyrir örygisskerfi, einkasundlaug með tengingu fyrir dælubúnað, vökvunarkerfi á lóð, og bílastæði.

See more...

  • einkasundlaug
  • verönd
  • eigin garður
  • einkabílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Blanca Norður, Marina Alta, Benissa

Á milli hafs og fjalla er Benissa að finna, fallegt þorp á norður Costa Blanca en á svæðinu eru paradísarvíkur með kristaltæru vatni, fullkomnar fyrir íþróttir eins og köfun, seglbretti eða seglbáta. Einnig er hægt að njóta gönguferða í Benissa sem er umkringt fjöllum og hlíðum.

Benissa er talinn vera einn af þessum útvöldu áfangastöðum við Miðjarðarhafsströndina og fasteignaúrvalið ber sannarlega merki þess, því einkennandi eru lúxuseinbýli. Skoðið fasteignaframboðið í Benissa.

  • 69 km
  • 61 km
  • 62 km
  • 1 km
  • 60 km
  • 23 km

Nánari upplýsingar um Benissa

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.