Costa Blanca Norður, Marina Alta, Cumbre del Sol
REF 2643108
Einbýli á glæsilegu svæði, Cumbre del Sol, við norður Costa Blanca. Í göngufæri frá Adelfas verslanamiðstöðinni með öllum daglegum þægindum og fjölmörgum veitingastöðum. Svæðið býður upp á margs konar tómstundir, svo sem tennis, paddle, golf og siglingar og auk þess er þar alþjóðaskóli. Sérstaða svæðisins og náttúrulegt umhverfi gerir það að verkum að húsin njóta öll fallegs útsýnis.
Í boði eru tvær gerðir húsa; einbýlishús á einni hæð með kjallara/bílskúr eða einbýlishús á tveimur hæðum með kjallara. Húsin eru byggð á 708m2 og 1.220m2 lóðum, eftir tegund en tveggja hæða húsið er á stærri lóð. Báðar gerðirnar eru með 3 svefnherbergjum og rúmgóðri stofu, borðstofu og eldhúsi. Úr alrými er gengið út á suðurverönd og sundlaugarsvæði, þar sem njóta má ótrúlegs sjávarútsýnis. Í kjallaranum er geymsla en að öðru leyti má hanna hann að vild.
Húsin búa að hágæðafrágangi og velja má um ýmislegt. Loftkæling/hitun, eldhústæki, gólfhiti, viðvörunarkerfi, fataskápar, þvottahús, einkasundlaug og bílastæði á lóð er innifalið í kaupunum. See more...
Costa Blanca Norður, Marina Alta, Cumbre del Sol
Cumbre del Sol tilheyrir bæjarfélaginu Benitachell, sem liggur milli tveggja vel þekktra bæja, Jávea og Moraira, og er í aðeins 12 km fjarlægð frá Calpe, 10 km frá AP7 hraðbrautinni, 30 km frá Benidorm, 75 km frá Alicante og 102 km frá Valencia.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum