Costa Blanca Norður, Marina Alta, Cumbre del Sol
Þessi eign er ekki í boði
REF 5607769
Nútímalegur einbýlishúsakjarni með stórkostlegu víðáttumiklu sjávarútsýni í hinu einstaka Cumbre del Sol íbúðahverfi á norðurhluta Costa Blanca. Adelfas verslunarmiðstöðin er í göngufæri frá kjarnanum, með fjölbreyttu úrvali af daglegri þjónustu, sem og frábærum veitingastöðum. Cumbre del Sol er mjög nálægt Javea og Moraira, tveimur af mikilvægustu ferðamannasvæðum Costa Blanca, þar sem Michelin stjörnu veitingastaði er að finna, auk einstakra golfvalla, og siglingaklúbba, sem og aðra íþróttaiðkun, eins og tennis, padel, og vatnasport á ströndunum. Alicante og flugvöllurinn eru í aðeins klukkutíma akstursfjarlægð. Vegna skipulags landsins og fallegs náttúrulegs umhverfis er þetta kjörinn staður til að slaka á, en samt nálægt öllum nauðsynjum stórborgar.
Kjarninn býður upp á einstakt einbýlishús á tveimur hæðum, með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, byggt á 708m2 lóð. Á neðri hæð er rúmgóð opin stofa með tvöfaldri lofthæð, borðkrók og eldhúsi. Stóru gluggarnir í setustofunni opnast út á verönd sem snýr í suður og sjóndeildarhringslaug („infinity“ laug), með glæsilegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Það er líka sérþvottahús á þessari hæð, svo og hjónaherbergi og baðherbergi. Önnur hæðin opnast út á rúmgóðan stigagang sem hægt er að nota sem vinnuaðstöðu eða sem auka setustofu. Að auki eru tvö svefnherbergi, hvert með sér baðherbergi og verönd, og eitt þeirra er einnig með sér fataherbergi. Útisvæðin eru hellulögð, og bílastæðið einnig, og garðurinn er sérstaklega hannaður til að tryggja lítið viðhald.
Húsið er með mjög hagnýta hönnun og verður byggt með hágæða efnum, og innihalda eldhústæki af bestu gerð, rafmagnsgardínur í svefnherbergjum, fataskápar, sér þvottahús, viðvörunarkerfi með myndbandsskjá, einkasundlaug, garður og bílastæði með sjálfvirku hliði. Kjarninn miðar einnig að því að draga úr kolefnisfótspori þess með því að setja upp lofthitakerfi fyrir gólfhita í öllu húsinu og loftræstikerfi, LED lýsingu innanhúss, og sólarsellur til að draga úr orkunotkun. Þá er foruppsett hleðslustöð fyrir rafbíla.
Costa Blanca Norður, Marina Alta, Cumbre del Sol
Cumbre del Sol tilheyrir bæjarfélaginu Benitachell, sem liggur milli tveggja vel þekktra bæja, Jávea og Moraira, og er í aðeins 12 km fjarlægð frá Calpe, 10 km frá AP7 hraðbrautinni, 30 km frá Benidorm, 75 km frá Alicante og 102 km frá Valencia.
Magnaðir klettar, sem sumir eru yfir 100 metra háir bjóða íbúum svæðisins uppá stórkostlegt útsýni yfir hafið frá nokkrum útsýnisstöðum umkringdum vernduðum svæðum eins og þjóðgarðinum Natural Park of Granadella, þar sem ganga má í hæðunum yfir klettana og skoða hellana
Strandlengjan við Benitachell er tilvalin fyrir þá sem hafa gaman af köfun og öðrum vatnaíþróttum. Frá Cumbre del Sol er beinn aðgangur að þremur fallegustu klettavíkum héraðsins, Cala Moraig, Cala de Los Testos, og Cala del Llebeig.
Nálægð svæðisins við bæina Jávea og Moraira gerir það að tilvöldum stað fyrir þá sem leita að eign við Costa Blanca í gríðarfallegri náttúru þar sem að auki má finna góða þjónustu. Cumbre del Sol er þannig einstök staðsetning.
Svæðið teygir sig eftir strandlengjunni um 3.700.000 m2, og skiptist í nokkur íbúðahverfi með einbýlum, raðhúsum og íbúðum sem öll eru umkringd gróðursælum reitum og Miðjarðarhafið er skammt undan.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum