Nútímaleg einbýlishús með rúmgóðri verönd og sundlaug í Finestrat

Costa Blanca Norður, Marina Baja, Finestrat

frá 86,275,500 kr
frá 565.000€

3

3

167.31 m2

300.00 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 5066913

Nýr kjarni í Finestrat, sem er vel staðsett svæði á norðurhluta Costa Blanca, staðsett á milli sjávar og fjalla. Kjarninn er nálægt La Marina verslunarmiðstöðinni sem býður upp á mikla þjónustu. Benidorm er í um 15 mínútna akstursfjarlægð með miklu úrvali veitingastaða og afþreyingu, auk fallegra stranda. Svæðið býður einnig upp á mikla afþreyingu fyrir útivistarfólk, s.s. golf, göngur, hjólreiðar og alls kyns vatnasport. Frábært vegakerfið gerir það að verkum að auðvelt og fljótlegt er að komast á milli staða á Costa Blanca, eins og til Polop, La Nucia, Calpe og Moraira. Flugvöllurinn í Alicante er einungis í 40 mínútna akstri frá svæðinu.

Kjarninn býður upp á tveggja hæða einbýlishús með rúmgóðum veröndum og sundlaug, og eru húsin fáanleg með eða án kjallara. Báðar útgáfur eru með opnu skipulagi og borðstofu sem opnast út á verönd. Jarðhæðin er með herbergi með baðherberbergi innaf og hurð sem opnast út á verönd. Hin 2 herbergin eru á annarri hæð með sér svölum útfrá hjónaherberginu.

Húsin sem eru með kjallara bjóða opið rými sem hægt er að hanna að vild, en þar er þvottaherbergið og tvær enskar verandir sem tryggja náttúrulega birtu inn í rýmið.

Húsin eru með A í orkunotkun og þeim fylgja loftkæling, 26 m2 sundlaug og bílstæði með tengi fyrir rafbíla. Aukalega er hægt að velja innréttingar og breyta ýmsu við húsin.

See more...

  • einkasundlaug
  • verönd
  • bílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Blanca Norður, Marina Baja, Finestrat

Finestrat er einn af bæjunum í Alicante-héraði sem sameinar kjarna svæðisins: sjó og fjöll.

Finestrat þýðir fjall, vegna þess að söguleg miðbær bæjarins liggur við rætur hins glæsilega Puig Campana, sem er tvímælalaust sá tindur sem hefur mestan karakter í öllu héraðinu. Finestrat er líka Miðjarðarhafið; fleyglaga bæjarsvæðið nær allt að ströndinni við Cala Morales, almennt þekkt sem Cala de Finestrat.

  • 55 km
  • 35 km
  • 35 km
  • 3 km
  • 33 km
  • 3 km

Nánari upplýsingar um Finestrat

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband