Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Algorfa, La Finca
REF 4329040
Ný íbúðasamstæða á hinum glæsilega golfvelli, La Finca, við suður Costa Blanca. Á svæðinu má finna allar daglegar nauðsynjar en þar er verslanasvæði með lítilli matvörubúð, verslunum, kaffihúsum og úrvali veitingastaða. Á La Finca er að auki stórkostlegt 5* hótel með heilsulind og klúbbhúsi og einstakur 18 holu golfvöllur. Nágrannabæirnir Algorfa og Quesada eru í stuttri akstursfjarlægð og þar má finna viðbót við úrval þjónustu og tómstundastarfs. Fallegar strendur Guardamar og Torrevieja eru í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð.
Nútíma einbýlishús á tveimur hæðum, byggð á yfir 500m2 lóðum, með 4 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Aðalhæðin er rúmgóð og sameinar eldhús, borðstofu og setustofu í einu stóru rými þaðan sem útgengt er út á verönd. 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi má enn fremur finnna á þessari hæð. Eitt þeirra herbergja hefur sér baðherbergi og fataherbergi. Á efri hæð er hjónasvíta, með sér baðherbergi, fataherbergi og aðgangur að tveimur veröndum.
Húsin eru afhent með loftkælingu, gólfhita á baðherbergjum, einkasundlaug, frágengnum garði og bílastæði á lóð.Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Algorfa, La Finca
La Finca er afmörkuð íbúabyggð sem teygir sig utan um samnefndan golfvöll, La Finca Golf. Hér er að finna fyrsta flokks þjónustu eins og fimm stjörnu hótel, stórt klúbbhús, golfskóla, íþróttavöll og verslanasvæði með veitingastöðum og annarri þjónustu.
Fasteignirnar við La Finca Golf eiga sameiginlegt rólegt umhverfið og fallegt útsýni yfir dalinn. Í aðeins um 2 km. fjarlægð frá miðbæ Algorfa og allri nauðsynlegri þjónustu, og í 15 mín. fjarlægð frá ströndum Guardamar. Fullkominn staður fyrir þá sem leita eftir fasteign í nálægð við ströndina, langt frá skarkala en þó stutt í allt. Hér má sjá fasteignaframboðið við La Finca Golf.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum