Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Benijófar
Þessi eign er ekki í boði
REF 2539969
Nútímalegur kjarni raðhúsa í hinu vinsæla spænska þorpi Benijófar. Allar daglegar nauðsynjar eru í göngufæri, ásamt fjölbreyttri þjónustu sem í boði er í Quesada, sem er rétt handan við hornið. Strendur Guardamar og Torrevieja eru aðeins í 15 mínútna akstursfjarlægð.
Húsin eru af tveimur gerðum; á tveimur hæðum með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, eða á tveimur hæðum með fullbúnum kjallara, 4 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Allar eignirnar hafa opna stofu, borðstofu með eyju í eldhúsi á jarðhæðinni, auk baðherbergis, þvottaaðstöðu og hjónaherbergis. 2 svefnherbergi og sameiginlegt baðherbergi eru á efri hæð, með aðgangi að stórri verönd með útsýni yfir sundlaugina. Hús með kjallara hefur auka svefnherbergi og baðherbergi og fjölnota rými sem hægt er að nýta eftir þörfum.
Boðið er uppá valkosti gegn aukagjaldi, eins og að setja upp þakverönd og/eða breyta kjallara eftir óskum.
Eignirnar eru afhentar tilbúnar til uppsetningar á loftkælingu/hitun, gólfhiti er á baðherbergjum, fataskápar fylgja, ásamt einkasundlaug þar sem lagt er fyrir upphitunarkerfi ef fólk vill bæta því við. Bílastæði er á lóðinni.
See more...
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Benijófar
>Benijófar er lítið þorp við Suður Costa Blanca, rétt við hinn vinsæla þéttbýliskjarna Cuidad Quesada, í tíu mínútna akstursfjarlægð frá ströndum Guardamar. Í Benijófar er til dæmis að finna verslana- og veitingahúsakjarna sem þekkist undir nafninu Benimar ásamt öllu því sem prýðir spænskan smábæ.
Fasteignaúrvalið í Benijófar er mjög fjölbreytt, nægir þar að nefna úrval einbýla og raðhúsa. Falleg hönnun á einbýlum og fyrsta flokks gæði á samkeppnishæfu verði. Skoðið fasteignaframboðið í Benijófar
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum