Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Benijófar
Þessi eign er ekki í boði
REF 4723754
Í boði eru einbýli í Benijófar, bæ í Alicante á milli Guardamar og Torrevieja. Í Benijófar er að finna alla mögulega þjónustu, eins og apótek, framhaldsskóla, banka og heilsugæslu. Auk þess er þar úrval verslunarmiðstöðva með vinsælum keðjum eins og Mercadona og McDonald‘s. Í fimm mínútna fjarlægt frá hverfiu er hin vinsæla íbúðabyggð Ciudad Quesada, þar sem finna má golfvelli, vatnagarð og úrval bara og veitingastaða. Dásamlegar strendurnar í Guardamar og Torrevieja eru í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð. Um AP-7 hraðbrautina er hægt að komast til stærri borga eins og Alicante og flugvöllinn á hálftíma og til Murcia og flugvöllinn á klukkutíma.
Í boði eru glæsileg einbýli á tveimur hæðum með þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum, auk sólstofu. Rúmgóð stofa, borðstofa og eldhús liggja að verönd og garði með sundlaug. Eitt svefnherbergi og baðherbergi eru á neðri hæðinni. Á efri hæð eru tvö önnur svefnherbergi, bæði með sérbaðherbergi og er það stærra einnig með fataherbergi og svölum. Úr stiganum er gengið inn í sólstofuna sem er 30m2 að stærð, þaðan sem hægt er að njóta útsýnis yfir allt svæðið.
Allar eignirnar eru með loftræstikerfi um stokk, gólfhita á baðherbergjum, heimilistækjum, rafknúnum gluggatjöldum, einkasundlaug með útisturtu, nuddpotti í sólstofu og bílastæði innan lóðar.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Benijófar
Fasteignaúrvalið í Benijófar er mjög fjölbreytt, nægir þar að nefna úrval einbýla og raðhúsa. Falleg hönnun á einbýlum og fyrsta flokks gæði á samkeppnishæfu verði. Skoðið fasteignaframboðið í Benijófar
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum