Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Ciudad Quesada - Rojales
REF 3077512
Kjarni einbýlishúsa í fyrstu línu við La Marquesa golfvöllinn í Rojales. Hverfið býður uppá margs konar þjónustu, veitingastaði og tómstundir auk vatnsrennibrautagarðs. Falleg 14 km löng sandströnd Guardamar er aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð.
Húsin eru á tveimur hæðum og byggð á 396m2-424m2 lóðum, með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Öll húsin eru með aðalhæð með opinni stofu, eldhúsi og borðstofu en úr alrými er gengið út á rúmgóða verönd með stórkostlegu útsýni yfir golfvöllinn. Að auki er gufubað, gestasalerni, þvottahús og fjölnota rými í eignunum. Velja má um tvær gerðir: einbýlishús á tveimur hæðum auk þakverandar, eða einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara með aðgengi að sundlaugarsvæðinu.
Öllum eignum fylgir lyfta sem tengir allar hæðir. Eignirnar eru afhentar tilbúnar til uppsetningar á loftkælingu/hitun, þeim fylgja fataskápar, einkasundlaug og bílastæði á lóð.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Ciudad Quesada - Rojales
Ciudad Quesada er vinsæl íbúðabyggð við suður Costa Blanca í um 8 km. fjarlægð frá ströndunum í Guardamar og ýmisskonar þjónustu. Hverfið býr yfir eigin golfvelli, La Marquesa Golf, vatnsleikjagarði, hótelum og miklum fjölda verslana og tómstunda.
Einbýli og raðhús eru lang stærsti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er þar að finna úrval íbúða. Framboðið er afar heillandi vegna gæða á góðu verði, nokkuð sem þúsundir íbúa sem valið hafa að búa í Quesada þekkja vel. Skoðið fastegnaframboðið í Quesada
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum