Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Ciudad Quesada - Rojales
Þessi eign er ekki í boði
REF 4281041
Nýr kjarni einbýlishúsa í hinu vinsæla íbúðahverfi Ciudad Quesada, við suður Costa Blanca. Svæðið hefur allt að bjóða fyrir daglegt líf, svo sem matvöruverslanir, verslanir, kaffihús, bari og veitingastaði, alþjóðlegan skóla og heilsugæslu. Fyrir útivistarfólk er margs konar afþreying í boði; golf, vatnagarður, íþróttamiðstöð og La Mata þjóðgarðurinn, tilvalinn fyrir gönguferðir eða hjólaferðir. Strendur Guardamar eru í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð og nágrannabæirnir Torrevieja og Orihuela Costa eru í 15-20 mínútna fjarlægð, þar sem Habaneras og Zenia Boulevard verslanamiðstöðvarnar eru staðsettar, ásamt fallegum ströndum.
Nútímaleg einbýlishús, með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, byggð á 480-720m2 lóðum. Hönnun þessara einbýlishúsa sameinar glæsilegan frágang með náttúrulegum efnum eins og steini og viði, sem svo endurspeglast í innri rýmum. Aðalhæðin er opin, þar sem eldhús, borðstofa og setustofa nær út á rúmgóða, að hluta yfirbyggða, verönd. Útisvæðin, eins og veröndin, garðurinn, einkasundlaugin og þakveröndin, eru tilvaldir staðir til að njóta lífsins við Miðjarðarhafið.
Húsin eru búin gæðafrágangi og þeim fylgir foruppsetning fyrir loftkælingu, innbyggðir fataskápar, rafknúnir gluggahlerar, einkasundlaug, geymsla og bílastæði á lóð.Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Ciudad Quesada - Rojales
Ciudad Quesada er vinsæl íbúðabyggð við suður Costa Blanca í um 8 km. fjarlægð frá ströndunum í Guardamar og ýmisskonar þjónustu. Hverfið býr yfir eigin golfvelli, La Marquesa Golf, vatnsleikjagarði, hótelum og miklum fjölda verslana og tómstunda.
Einbýli og raðhús eru lang stærsti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er þar að finna úrval íbúða. Framboðið er afar heillandi vegna gæða á góðu verði, nokkuð sem þúsundir íbúa sem valið hafa að búa í Quesada þekkja vel. Skoðið fastegnaframboðið í Quesada
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum