Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Ciudad Quesada - Rojales
REF 4625138
Nýr kjarni einbýlishúsa með kjallara í Ciudad Quesada, íbúðahverfi sem hefur fram að færa alla þjónustu og stendur mjög nálægt Torrevieja og Guardamar, í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá ströndinni. Í boði er að velja milli tegunda húsa, ýmist á einni eða tveimur hæðum, með 4 eða 5 svefnherbergjum og 3 eða 4 baðherbergjum og á lóðum 300 m2 að stærð. Nútímaleg hönnun, opin, rúmgóð og björt rými. Húsin eru afhent með fullbúnu eldhúsi og rúmgott útisvæði fylgir húsunum; verönd, fullbúinn garður, neðanjarðar bílskúr, og einkasundlaug.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Ciudad Quesada - Rojales
Ciudad Quesada er vinsæl íbúðabyggð við suður Costa Blanca í um 8 km. fjarlægð frá ströndunum í Guardamar og ýmisskonar þjónustu. Hverfið býr yfir eigin golfvelli, La Marquesa Golf, vatnsleikjagarði, hótelum og miklum fjölda verslana og tómstunda.
Einbýli og raðhús eru lang stærsti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er þar að finna úrval íbúða. Framboðið er afar heillandi vegna gæða á góðu verði, nokkuð sem þúsundir íbúa sem valið hafa að búa í Quesada þekkja vel. Skoðið fastegnaframboðið í Quesada
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum