Einbýlishús með 3 svefnherbergjum og einkasundlaug í Ciudad Quesada

Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Ciudad Quesada - Rojales

Þessi eign er ekki í boði


3

2

116.00 m2

182.00 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 5406959

Nútímaleg einbýlishús í Ciudad Quesada, vinsælu íbúðarhverfi á suðurhluta Costa Blanca. Svæðið er umkringt fjölmörgum daglegum þægindum, eins og stórum matvöruverslunum, verslunum, bönkum og apótekum, börum og veitingastöðum, alþjóðlegum skólum og læknamiðstöð. Það er líka margt íþróttastarf í boði, eins og fótboltavellir í eigu sveitarfélaga, tennis- og padelvellir og La Marquesa golfvöllurinn. Hinar frábæru strendur Guardamar, La Mata og Torrevieja eru í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð. Flugvellirnir í Alicante og Murcia eru í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá svæðinu, þökk sé beinni vegtengingu við AP7 hraðbrautina.

Kjarninn samanstendur af einbýlishúsum, á tveimur hæðum, með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Á jarðhæðinni er opin setustofa, borðstofa og eldhús með morgunverðarbar. Stórir gluggar í setustofunni opnast út í flísalagðan garð og einkasundlaug. Hjónaherbergi með sér baðherbergi og gestasalerni er á jarðhæð. Hin 2 svefnherbergin og sameiginlegt baðherbergi eru á annarri hæð, auk aðgangs að 23m2 verönd, tilvalið til að njóta Costa Blanca loftslagsins.

Einbýlishúsin eru með fullkomlega uppsettu loftræstikerfi, fullbúnum baðherbergjum, fataskápum, sólarsellum, einkasundlaug og bílastæði á lóðinni. Það fer eftir byggingarstigi en mögleiki er á að sérsníða einbýlishúsið að eigin vild og fyirr auka kostnað. Spyrðu umboðsmann þinn um valkostina sem eru í boði.

Miðað við staðsetninguna, verðið og eiginleika, eru þessi einbýlishús kjörið fjárfestingartækifæri og eru fullkomin sem orlofshús eða til búsetu allt árið um kring.

See more...

  • einkasundlaug
  • verönd
  • eigin garður
  • einkabílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Ciudad Quesada - Rojales

Ciudad Quesada er vinsæl íbúðabyggð við suður Costa Blanca í um 8 km. fjarlægð frá ströndunum í Guardamar og ýmisskonar þjónustu. Hverfið býr yfir eigin golfvelli, La Marquesa Golf, vatnsleikjagarði, hótelum og miklum fjölda verslana og tómstunda.

Einbýli og raðhús eru lang stærsti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er þar að finna úrval íbúða. Framboðið er afar heillandi vegna gæða á góðu verði, nokkuð sem þúsundir íbúa sem valið hafa að búa í Quesada þekkja vel. Skoðið fastegnaframboðið í Quesada

  • 31 km
  • 18 km
  • 19 km
  • 6 km
  • 10 km
  • 6 km

Nánari upplýsingar um Ciudad Quesada - Rojales

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.