Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Guardamar
REF 4123605
Nýr kjarni húsa, aðeins 700m frá sjó í Guardamar. Miðbær Guardamar del Segura er í 10 mínútna göngufjarlægð frá kjarnanum en þar er að finna fjölbreytta þjónustu, verslanir, bari og veitingastaði. Tilvalinn staður til sumarleyfisdvalar eða til varanlegrar búsetu, nálægt strönd og þjónustu allt árið um kring. Gott vegakerfi tengir svæðið við allar mikilvægar borgir í héraðinu og 30 mínútna fjarlægð er til flugvallarinsí Alicante.
Rúmgóð parhús með 4 svefnherbergjum og 4 baðherbergjum, á þremur hæðum. Á neðstu hæð er rúmgott opið alrými sem opnast út á verönd og garð. Baðherbergi má einnig finna á þessari hæð. Hjónaherbergi með sér verönd og baðherbergi er á fyrstu hæð, auk 2 svefnherbergja og baðherbergis. Efsta hæðin er fyrir fjórða svefnherbergið, baðherbergi og setustofu, sem opnast út á rúmgóða verönd með fallegu sjávarútsýni.
Húsin eru afhent með foruppsetningu fyrir loftkælingu, gólfhita á baðherbergjum, fataskápum, rafmagnsgluggahlerum í svefnherbergjum, foruppsetning fyrir lyftu og bílastæði á lóð.
Gegn aukakostnaði er hægt að sérsníða frágang og bæta við aukahlutum eins og sundlaug í garðinum, þakverönd og/eða að setja upp eldhúskrók á efstu hæð og breyta henni í sjálfstæða íbúð.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Guardamar
Guardamar er einn af helstu ferðamannastöðunum við Suður Costa Blanca, ásamt Orihuela Costa, Torrevieja og Santa Pola.
Guardamar hefur 11 km. langa mishæðótta strönd og þar má njóta átta breiðra, gullinna stranda. Þar á meðal eru nektarströndin Los Tusales og hin fallega Pinada, við hlið hreyfanlegu sandhólana sem liggja meðfram sjávarsíðunni í Guardamar. Fasteignir sem í boði eru í Guardamar eru á breiðu verðbili. Sérstakt úrval er að finna í fasteignum við ströndina, með ótrúlegu sjávarútsýni og fyrsta flokk gæðum. Hér má sjá fasteignirnar við ströndina í Guardamar
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum