Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Guardamar
REF 4747204
Kjarninn býður upp á nokkrar týpur af íbúðum með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, sem eru fáanlegar í mismunandi útgáfum; jarðhæð með einkagarði (verönd), miðhæð með stórri verönd og þakíbúðir með sólstofu. Allar íbúðirnar eru með fullbúið eldhús, stofu og borðstofu í opnu rými sem opnast út á verönd með útsýni yfir glæsilegan kjarnann. Hjónaherbergin eru með eigið baðherbergi inn af. Íbúðunum er hægt að breyta m.t.t. innréttinga og efnisvals en öllum fylgja loftkæling, eldhústæki, innbyggðir fataskápar, innfelld lýsing, og einkastæði. Þakíbúðunum fylgir útieldhús, og tengi fyrir heitan pott.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Guardamar
Guardamar er einn af helstu ferðamannastöðunum við Suður Costa Blanca, ásamt Orihuela Costa, Torrevieja og Santa Pola.
Guardamar hefur 11 km. langa mishæðótta strönd og þar má njóta átta breiðra, gullinna stranda. Þar á meðal eru nektarströndin Los Tusales og hin fallega Pinada, við hlið hreyfanlegu sandhólana sem liggja meðfram sjávarsíðunni í Guardamar. Fasteignir sem í boði eru í Guardamar eru á breiðu verðbili. Sérstakt úrval er að finna í fasteignum við ströndina, með ótrúlegu sjávarútsýni og fyrsta flokk gæðum. Hér má sjá fasteignirnar við ströndina í Guardamar
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum