Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), La Marina
REF 4969004
Kjarninn býður upp á einbýlishús á tveimur hæðum auk þakverandar, með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Jarðhæðin er með opnu skipulagi og þar er eldhúsið, stofan og borðstofan sem opnast út á sundlaugarsvæðið. Þar er einnig tvöfalt herbergi og baðherbergi. Hin tvö herbergin eru á 2. hæð hússins og eru þau bæði með baðherbergi innaf og sérsvölum útfrá hjónaherberginu. Rúmgóð 51m2 þarkverönd er aðgengileg frá öðrum svölum þar sem útistigi liggur að þakinu. Þakveröndin er kjörin til að njóta milda loftlagsins við Miðjarðarhafið og útsýnisins.
Húsin eru byggð úr úrvals byggingarefnum og verða afhent með tengi fyrir loftkælingu, eldhústækjum, fullbúnum fataskápum, tengi fyrir sólarsellur, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, LED lýsingu á framhlið húsanna, einkasundlaug og bílastæði með tengi fyrir hleðslu fyrir rafbíla.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), La Marina
La Marina er vinsæll staður meðal ferðamanna á milli Guardamar og Santa Pola, þar sem eru breiðar strendur, sandhólar og háir pálmar.
Þéttbýliskjarninn hefur viðhaldið töfrum hefðbundnu Miðjarðarhafsþorpanna og framboð fasteigna má finna við jaðar þorpsins, þar sem einbýli og tvíbýli eru ríkjandi. Hér má sjá fasteignirnar við ströndina í La Marina
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum