Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Los Montesinos
REF 5043643
Kjarninn býður upp á einbýlishús á pöllum, með 3 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, sem dreifast á 2 hæðir auk þakverandar. Jarðhæðin er með eldhúsinu, borðstofunni og stofunni sem opnast út á verönd þar sem er yfirbyggð pergóla og sundlaugarsvæðið. Á hæðinni er einnig tvöfalt svefnherbergi og baðherbergi. Á næstu hæð eru tvær hjónasvítur með baðherbergi inn af, og útfrá öðru þeirra er útgengt út á sér svalir/verönd. Þakveröndin er kjörin til að njóta útsýnisins og milda loftslagsins á Costa Blanca.
Kjarninn býður einnig upp á fjögur einbýlishús á einni hæð auk þakverandar með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, byggð á lóðum sem eru 400-405m2. Húsin eru með opnu skipulagi sem sameinar eldhúsið, stofuna og borðstofuna sem opnast út á yfirbyggða verönd og sundlaugarsvæðið. Hjónaherbergið opnast einnig út á verönd og er með sér baðherbergi og fataherbergi. Aukalega er hægt að fá stærri sundlaug ef komið er að kaupunum nægilega snemma. Kannið það hjá sölufulltrúa okkar.
Húsunum fylgja tengi fyrir loftkælingu, fullbúnir fataskápar, rafknúnar gardínur, öryggiskerfi, sundlaug, fullgerður garður með gervigrasi og bílastæði.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Los Montesinos
Los Montesinos er lítið þorp við Suður Costa Blanca, í um 10 mín. akstursfjarlægð frá Torrevieja.
Þetta er fullkomið þorp fyrir þá sem vilja setjast að, með allri nauðsynlegri þjónustu, umkringt ökrum og nálægt ströndinni. Skoðið fasteignaframboðið í Los Montesinos:
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum