Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Villamartin
Þessi eign er ekki í boði
REF 151076
Íbúðakjarni sem staðsettur er í Villamartín þar sem nægt framboð er af all kyns þjónustu. Villamartín golfvöllurinn er rétt hjá, sem og Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin auk strandanna í Orihuela Costa.
Í boði eru íbúðir með 2 svefnherbergjum en möguleiki er að skipta upp einu herbergjanna og fá þannig 3 svefnherbergi. Íbúðir á jarðhæð njóta eigin garðs, millihæðir hafa stórar svalir og þakíbúðir hafa þakverönd og fallegt útsýni til hafs. Sameiginleg sundlaug og fallegur garður er í kjarnanum. See more...
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Villamartin
Villamartín er íbúðabyggð við Orihuela Costa sem byggð var við samnefndan gólfvöll, Golfklúbbinn Villamartín. Völlurinn var byggður og hannaður af P. Puttman, og vígður árið 1972. Mikil gróðursæld hefur dafnað á þeim tæplega 50 árum sem liðið hafa frá opnun vallarins, sem gerir umhverfi hans einstaklega fagurt.
Fyrir þá sem vilja njóta lífsins í náttúrlegu umhverfi, nálægt ströndinni sem er í 5 km. fjarlægð, er Villamartín án efa besti kosturinn á Costa Blanca. Hér eru fasteignirnar í Villamartín:
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum