Íbúð á jarðhæð með rúmgóðri verönd í Villamartín

Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Villamartin

Þessi eign er ekki í boði


2

2

65.00 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 3817217

Ný íbúðakjarni á friðsælu en samt vel rótgrónu svæði í Villamatrín, en úrval daglegra nauðsynja er í göngufæri frá kjarnanum, svo sem verslanakjarnar, matvöruverslanir, barir og veitingastaðir. Strendur Orihuela Costa og verslanamiðstöðin Zenia Boulevard eru í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Fyrir útivistarfólk eru margar hjóla- og gönguleiðir á svæðinu, svo ekki sé minnst á fjóra golfvelli í innan við 5 km radíus.

Nútímalegar íbúðir með 2 eða 3 svefnherbergjum, fáanlegar af mismunandi gerðum og sólaráttum. Velja má milli jarðhæðaríbúða með rúmgóðri verönd eða garði; miðhæða með svölum eða þakíbúða með þakverönd og sjávarútsýni. Allar íbúðirnar hafa opna stofu, borðstofu og eldhús en alrýmið opnast út á verönd með útsýni yfir sameign. Velja má um ýmislegt við frágang og eignunum fylgir foruppsetning fyrir loftkælingu, innbyggðir fataskápar og bílastæði. Þakíbúð fylgir útisturta og grill.

Sameiginlegt svæði er að fullu aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða og þar er stór sundlaug í strandstíl fyrir fullorðna og börn, nuddpottur, garðar með náttúrulegu grasi, bílastæði fyrir reiðhjól og bílakjallari.
See more...

  • verönd
  • sameiginleg sundlaug
  • sameiginlegur garður
  • sameiginleg bílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Villamartin

Villamartín er íbúðahverfi við Orihuela Costa, byggt við golfvöllinn Villamartín. Völlinn hannaði P. Puttman og var hann vígður árið 1972. Mikil gróðursæld er við völlinn eftir öll þessi ár.

Fyrir þá sem vilja njóta lífsins í aðeins 5 km fjarlægð frá ströndinni, er Villamartín góður kostur, enda næg þjónusta í hverfinu.

  • 68 km
  • 4 km
  • 22 km
  • 4 km
  • 5 km
  • 1 km

Nánari upplýsingar um Villamartin

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband