Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Vistabella Golf
REF 3915713
Nýr kjarni einbýlishúsa í Vistabella Golf, íbúðabyggð sem byggð er í kringum samnefndan golfvöll við Orihuela Costa. Verslunarsvæði með matvörubúð og ýmis tómstunda aðstaða er í boði á svæðinu. Næsti bær er Los Montesinos, með fullkomið úrval af þjónustu allt árið um kring. Strendur Orihuela Costa og Torrevieja eru í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð.
Nútíma einbýlishús, byggð á lóðum á bilinu 304m2-371m2 og fáanleg af þremur gerðum; einbýlishús á einni hæð með 3 svefnherbergjum og þakverönd eða tveggja hæða einbýlishús með 3 eða 4 svefnherbergjum og stórri verönd. Á jarðhæð er setustofa, borðstofa og eldhús en alrýmið opnast útá rúmgóða verönd og garðsvæði. Öll hjónaherbergin eru með en-suite baðherbergi.
Húsin eru byggð með gæðaefnum og þeim fylgir foruppsetning fyrir loftkælingu, innbyggðir fataskápar og bílastæði á lóð. Gegn aukakostnaði má bæta við einkasundlaug.Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Vistabella Golf
Vistabella Golf er íbúðahverfi hannað við golfvöllinn Vistabella. Hverfið tilheyrir Orihuela og er í aðeins 15 km fjarlægð frá ströndum Orihuela Costa. Í hverfinu er verslanasvæði með matvöruverslunum, veitingastöðum og annarri þjónustu. Í nærliggjandi bæjum, Los Montesinos og San Miguel de Salinas er einnig gott úrval af veitingastöðum, börum og verslunum.
Golfvöllurinn sjálfur er 18 holur og mjög aðlaðandi fyrir alla tegundir leikmanna, fjölbreytni er eitt helsta einkenni vallarins og fallegt umhverfi. Önnur aðstaða til íþróttaiðkana er enn fremur á staðnum, þar á meðal róðrarvélar, tennisvellir og frábær aðstaða til að spila keilu. Staðsetningin og gæði eignanna gerir Vistabella Golf tilvalið svæði fyrir þá sem leita að heimili á góðu verði, fallegu náttúrulegu umhverfi og án þess að vera of langt frá ströndinni.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum