Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Vistabella Golf
REF 5488084
Íbúðakjarni í Vistabella Golf, íbúðahverfi í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá ströndum Orihuela Costa. Fallegt golfvallarumhverfi með öllum þægindum svo sem verslunum, veitingastöðum og fyrsta flokks aðstöðu til íþróttaiðkana. Hverfið er mjög vel tengt við helstu bæi í nágrenninu.
Í boði eru íbúðir með 2 og 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum; ýmist íbúðir á jarðhæð með garði eða íbúðir á efri hæð með stórri þakverönd.
Kjarninn verður byggður í áföngum og mun einnig bjóða parhús með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, garði og þakverönd.
Í kjarnanum eru rúmgóð sameiginleg svæði og sundlaug með aðskildu barnasvæði. Festa má kaup á bílastæði að auki.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Orihuela Costa, Vistabella Golf
Vistabella Golf er íbúðahverfi hannað við golfvöllinn Vistabella. Hverfið tilheyrir Orihuela og er í aðeins 15 km fjarlægð frá ströndum Orihuela Costa. Í hverfinu er verslanasvæði með matvöruverslunum, veitingastöðum og annarri þjónustu. Í nærliggjandi bæjum, Los Montesinos og San Miguel de Salinas er einnig gott úrval af veitingastöðum, börum og verslunum.
Golfvöllurinn sjálfur er 18 holur og mjög aðlaðandi fyrir alla tegundir leikmanna, fjölbreytni er eitt helsta einkenni vallarins og fallegt umhverfi. Önnur aðstaða til íþróttaiðkana er enn fremur á staðnum, þar á meðal róðrarvélar, tennisvellir og frábær aðstaða til að spila keilu. Staðsetningin og gæði eignanna gerir Vistabella Golf tilvalið svæði fyrir þá sem leita að heimili á góðu verði, fallegu náttúrulegu umhverfi og án þess að vera of langt frá ströndinni.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum