Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Pilar de la Horadada, Lo Romero Golf
REF 3061661
Nýr kjarni íbúða í fyrstu línu við golfvöllinn Lo Romero sem tilheyrir bænum Pilar de la Horadada. Þessi 18 holu golfvöllur er nálægt fallegum ströndum Torre de la Horadada og miðbænum í Pilar de la Horadada sem býður uppá fjölbreytt úrval þjónustu. Góð tenging er við nærliggjandi borgir, Murcia og Alicante.
Í boði eru íbúðir með 2 og 3 svefnherbergjum, ýmist á jarðhæð með garði eða efri hæð með þakverönd. Allar íbúðirnar eru með 2 baðherbergjum, rúmgóðri og opinni stofu og eldhúsi og verönd. Sameiginleg svæði eru garðar, sundlaug og einkabílastæði.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Pilar de la Horadada, Lo Romero Golf
Lo Romero Golf svæðið er yfir 1.25 milljón fermetra stórt og þar með er talinn 18 holu golfvöllur, par 72, með klúbbhúsi, æfingasvæði, íþrótta- og tómstundaaðstöðu, hóteli og verslunum.
Stórkostlegt útsýni yfir hafið, frábær staðsetning, aðeins 5 km frá fallegum ströndum Torre de la Horadada og hönnun svæðisins með breiðum götum og fallegum furutrjám, hafa gert þennan golfvöll og hverfið sem honum tilheyrir að einum vinsælasta stað á svæðinu síðan opnað var í janúar 2008.
Frábært framboð er á fasteignum á svæðinu, en einbýlishús af ýmsum gerðum ráða þar ríkjum.Stórkostlegt útsýni yfir hafið, frábær staðsetning, aðeins 5 km frá fallegum ströndum Torre de la Horadada og hönnun svæðisins með breiðum götum og fallegum furutrjám, hafa gert þennan golfvöll og hverfið sem honum tilheyrir að einum vinsælasta stað á svæðinu síðan opnað var í Janúar 2008.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum