Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Pilar de la Horadada
REF 4844807
Nýr íbúðakjarni í Pilar de la Horadada. Bærinn býður upp á alla mögulega þjónustu, s.s. matvöruverslanir, búðir, bari, og veitingastaði, banka, apótek og heilsugæslu. Fjölnota íþróttaleikvangur er í bænum sem er með stórri innilaug, tennis- og paddlevöll, fótboltavelli og líkamsrækt. Fyrir útvistarfólkið eru fallegu strendur Torre de la Horadada og höfnin einungis í 10 mínútna akstursfjarlægð og fjöldi golfvalla í 15 mínútna fjarlægð. Svæðið er vel staðsett á milli flugvallanna í Murcia og Alicante, en til beggja eru um 40-55 mínútur.
Kjarninn býður upp á nútímalegar íbúðir í mismunandi útgáfum; jarðhæðir með 2 svefnherbergjum og stórum svölum/ verönd með beinu aðgengi að sameiginlegri sundlaug, íbúðir á efri hæð með 2 eða 3 svefnherbergjum með þakverönd, og íbúðir á tveimur hæðum með 3 svefnherbergjum og tveimur svölum. Allar íbúðirnar eru með stofu, borðstofu og eldhús í einu opnu rými sem opnast út á verönd. Hjónaherbergin í öllum íbúðunum eru með baðherbergi inn af og aðgengi út á verönd/svalir.
Þessar íbúðir, sem allar snúa í suður, eru þægilegar og vel hannaðar, með tengi fyrir loftkælingu og loftræstingu, fullbúna fataskápa, útilýsingu og bílastæði.
Sameiginlega svæðið er með stórri sundlaug sem teygir sig meðfram öllu húsinu en þar í kring eru falleg græn svæði.
Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Pilar de la Horadada
Pilar de la Horadada er syðsti bærinn á Costa Blanca og þar eru tvær byggðir þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað, Torre de la Horadada og Las Mil Palmeras.
Í bænum er mikið og fjölbreytt úrval íbúða við sjávarsíðuna en þar er einnig að finna áhugaverð, nýbyggð raðhús og einbýli á virkilega samkeppnishæfum verðum. Skoðið fasteignaframboðið við ströndina í Pilar de la Horadada:
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum