Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Torrevieja, Punta Prima
Þessi eign er ekki í boði
REF 3662307
Frábær kjarni við Punta Prima ströndina í Torrevieja. Einstök staðsetning, með glæsilegu útsýni og nálægt allri þeirri þjónustu sem Torrevieja og Orihuela Costa bjóða.
Rúmgóðar íbúðir með beinu sjávarútsýni eða til hliðar, eftir eignum. Velja má milli íbúða með 2 eða 3 svefnherbergjum í mismunandi gerðum; jarðhæð með garði, miðhæð með verönd eða þakíbúð með verönd og glæsilegu útsýni. Allar íbúðirnar hafa opið alrými sem opnast út á veröndina. Eignunum fylgir loftkæling, eldhústæki, geymsla og bílastæði.
Stórt sameiginlegt svæði er í kjarnanum, með görðum, leiksvæði, þremur sundlaugum (infinity laug, upphitaðri laug og barnalaug) og nuddpotti ásamt bílakjallara.Costa Blanca Suður, Vega Baja (Costa), Torrevieja, Punta Prima
Rétt við mörk Torrevieja og Orihuela Costa er Punta Prima, fullkomin íbúðabyggð fyrir þá sem vilja kaupa fasteign á Costa Blanca.
Þar er að finna stórkostlegt úrval þjónustu, auk þess fylgir sá kostur að vera nálægt miðbæ Torrevieja en njóta um leið ró og kyrrðar á nokkuð þéttbyggðu svæði. Meginaðdráttarafl byggðarinnar í þessum hluta Orihuela Costa er gullin ströndin, strandgatan og ótrúlegt úrval tómstunda, skemmtana og fasteigna. Skoðið fasteignaúrvalið við ströndina í Punta Prima:
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum