Costa Cálida, Costa Murcia Sur, Murcia Inland
REF 3063758
Nýr íbúðakjarni í Condado de Alhama Golf Resort, við Costa Cálida. Á svæðinu er 18 holu golfvöllur, verslanakjarni með öllum daglegum nauðsynjum, börum og veitingastöðum ásamt aðstöðu til íþróttaiðkana. Strandlengjan við Mazarrón er í 15 mínútna akstursfjarlægð, en þar má velja milli allt að 30 stranda . Góð vegatenging er við helstu borgir, eins og Murcia, Cartagena og Alicante, auk þess sem lest gengur um svæðið. Aðeins 30 mínútna akstur er að Murcia International flugvellinum.
Í boði eru íbúðir með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum þar sem velja má milli eigna á jarðhæð, með garði, eigna á miðhæð með verönd eða eigna á efstu hæð með þakverönd. Hver íbúð er með rúmgóðri opinni stofu, borðstofu og eldhúsi ásamt stórri verönd með útsýni yfir golfvöllinn í fyrstu línu.
Á sameiginlegu svæði kjarnans eru bílastæði utandyra, stór sundlaug og garðar, auk þess sem finna má 25 sundlaugar og garða á svæðinu.
Costa Cálida, Costa Murcia Sur, Murcia Inland
Murcia svæðið, inni í landi, er tilvalið fyrir þá sem vilja hvílast eða stunda íþróttir og njóta fallegrar náttúru og góðrar matargerðar.
Svæðið er eitt stærsta framleiðslusvæði ávaxta, grænmetis og blóma í Evrópu, auk þess sem þekktar vínekrur eru í Jumilla, Bullas og Yecla með tilheyrandi vínbúgörðum og framleiðslu. Náttúran er falleg í Murcia og má þar nefna Sierra Espuña og Ricote dalinn en Murcia er ennfremur rík að listum og menningararfi. Í Murcia er framúrskarandi Miðjarðarhafsloftslag og fasteignamarkaðurinn býður uppá gæðaeignir á mjög góðu verði, aðallega einbýlishús.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum