Nútímaleg einbýlishús á einni hæð með 3 svefnherbergjum og einkasundlaug í Calasparra, Murcia

Costa Cálida, Costa Murcia Sur, Murcia Inland

frá 46,566,300 kr
frá 309.000€

3

2

102.25 m2

540.00 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 3429187

Nýr kjarni einbýlishúsa í Calasparra, inni í landi í Murcia. Bærinn sjálfur býður upp á margs konar daglega þjónustu, matvöruverslanir, bari og veitingastaði og er í aðeins 5 mínútna akstursfjarlægð. Svæðið er umkringt fjallgarði og árvegum og býður upp á ýmsa afþreyingu eins og gönguferðir og ferðir niður ánna. Tilvalin staðsetning fyrir þá sem eru að leita að ekta sveitaupplifun.

Kjarninn samanstendur af einbýlishúsum á einni hæð, byggð á lóðum á milli 540m2 og 1250m2, með 2,3 eða 4 svefnherbergjum. Húsin eru með rúmgóðri opinni stofu, borðkrók og eldhúsi með innbyggðum eldhústækjum. Stór verönd og sundlaugarsvæðið er útfrá stofunni sem búin er stórum glerhurðum en útí garðinn má einnig ganga frá öllum svefnherbergjunum. Í kringum húsin er glæsilegur garður, 340m2-1051m2, allt eftir gerð, en velja má um þrjár útfærslur á húsunum.

Nútímaleg hönnun með hlýjum litum og náttúrulega björtum rýmum en eignirnar eru afhentar tilbúnar til uppsetningar á loftkælingu og þeim fylgja innbyggð eldhústæki, fataskápar, LED-lýsing, þvottahús, garður, einkasundlaug og bílastæði á lóð fyrir tvo bíla.
See more...

  • einkasundlaug
  • verönd
  • garður
  • einkabílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Cálida, Costa Murcia Sur, Murcia Inland

Murcia svæðið, inni í landi, er tilvalið fyrir þá sem vilja hvílast eða stunda íþróttir og njóta fallegrar náttúru og góðrar matargerðar.

Svæðið er eitt stærsta framleiðslusvæði ávaxta, grænmetis og blóma í Evrópu, auk þess sem þekktar vínekrur eru í Jumilla, Bullas og Yecla með tilheyrandi vínbúgörðum og framleiðslu. Náttúran er falleg í Murcia og má þar nefna Sierra Espuña og Ricote dalinn en Murcia er ennfremur rík að listum og menningararfi. Í Murcia er framúrskarandi Miðjarðarhafsloftslag og fasteignamarkaðurinn býður uppá gæðaeignir á mjög góðu verði, aðallega einbýlishús.

  • 99 km
  • 82 km
  • 58 km
  • 93 km
  • 75 km
  • 68 km

Nánari upplýsingar um Murcia Inland

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband