Costa Cálida, Mar Menor, Los Alcázares
REF 6241237
Nýr kjarni með íbúðum og einbýlishúsum á La Serena golfvellinum í Los Alcazares á Murcia ströndinni. Staðurinn býður upp á 18 holu golfvöll, auk klúbbhússins, með pro-búð, og veitingastað með verönd með útsýni yfir golfvöllinn og Mar Menor. Bærinn Los Alcazares býður upp á mikið úrval daglegra nauðsynja, eins og matvöruverslanir, bari og veitingastaði, banka og apótek, skóla og læknastöð. Svæðið býður einnig upp á margs konar útivist eins og golf, hjólreiðar og fjallahjólreiðar, sem og siglingar eða köfun á fallegu Mar Menor ströndunum. Frábært vegakerfið gerir það mögulegt að komast til Murcia flugvallarins á 30 mínútum, en Alicante-flugvöllurinn er aðgengilegur á rúmri klukkustund.
Kjarninn býður upp á íbúðir með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, með sérgarði eða rúmgóðri verönd; og þakíbúðir með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og sér þakverönd. Allar útgáfur eru með rúmgóða, opna stofu sem sameinar setustofu, borðstofu og eldhús. Stóru gluggarnir í setustofunni opnast út á verönd þar sem hægt er að njóta sólar í meira en 320 sólardaga á ári.
Það eru líka einbýlishús í boði, á einni hæð, með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum og einkasundlaug. Aðalstofan er björt og rúmgóð, með amerísku eldhúsi og morgunverðarborði, borðkrók og setustofu sem opnast út á verönd og sundlaugarsvæðið. Hægt er að breyta skipulagi einbýlishússins með því að bæta við þakverönd og/eða byggja kjallara en það fer eftir byggingarstigi þegar kaup takast hvort möguleikinn sé til staðar og þá gegn aukakostnaði.
Hægt er að sérsníða allar eignirnar og velja úr úrvali af hágæða efnum en eignunum fylgir tengi fyrir loftræstikerfi, innbyggðir fataskápar og rafmagnsgardínur í setustofunni og svefnherbergjunum.
Kjarninn er algjörlega lokaður sem tryggir öryggi og næði fyrir íbúa þess. Sameignarsvæðið er þannig að allir geta notið þess, en það er með sundlaug fyrir fullorðna, og börn og nuddpott. Græna svæðið umhverfis sundlaugina er tilvalið til að slaka á í sólinni. Íbúðunum fylgir bílastæði og geymsla í bílakjallara. Einbýlishúsunum fylgja einkabílastæði á lóðinni.Costa Cálida, Mar Menor, Los Alcázares
Los Alcázares býr að 9 km strönd við Mar Menor og þar á meðal má finna strendur sem liggja við byggð, eins og Los Narejos og Las Salinas, með löngum strandgöngustíg og góðu úrvali af dægradvöl.
Á svæðinu eru líka verndaðar náttúruperlur eins og playa de La Hita, sem er mikilvægur dvalarstaður farfugla og ein af fáum ósnortnum ströndum Mar Menor. Þökk sé flötu landslagi, er Los Alcázares tilvalinn staður fyrir þá sem hafa gaman af hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi, en tveir góðir golfvellir eru á staðnum, La Serena Golf y Roda Golf. Medland Spáni býður uppá fjölbreytt úrval fasteigna í Los Alcázares, allt frá íbúðum til stórra einbýlishúsa en allar eignirnar standa nálægt strönd, golfi og þjónustu.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum