Íbúð á jarðhæð með 3 svefnherbergjum og rúmgóðri verönd í San Pedro del Pinatar

Costa Cálida, Mar Menor, San Pedro - Lo Pagan

frá 34,135,600 kr
frá 244.000€

3

2

77.14 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 3982644

Nýr íbúðakjarni í San Pedro del Pinatar, við Costa Cálida, í göngufæri frá verslanakjarna, læknamiðstöðinni á staðnum og miðbænum með ýmsum verslunum, börum og veitingastöðum. Strendur Miðjarðarhafsins og Mar Menor eru báðar í 2 km fjarlægð og mögulegt að ganga eða hjóla á ströndina. Svæðið er vel tengt við önnur helstu svæði og borgir eins og Orihuela Costa, Murcia og Alicante, um AP7 hraðbrautina.

Íbúðir með 3 svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, annað hvort á jarðhæð með stórri verönd eða á efstu hæð með rúmgóðri þakverönd. Íbúðirnar hafa alrými sem sameinar stofu, borðstofu og eldhús og fjölnota rými sem breyta má í 3ja svefnherbergið, með rúmi sem tekið er saman. Hjónaherbergi eru með sér baðherbergi. Íbúðir á jarðhæð eru með rúmgóðri verönd með geymslueiningu; en íbúðir á efstu hæð búa að 74m2 þakverönd þar sem finna má útihúseldhús, gasgrill og þvottaaðstöðu. Sameiginlegt svæði eru garðar í strandarstíl, með nuddpotti og upphitaðri sundlaug með mótstraumsaðstöðu, sem allir íbúar geta notið.

Íbúðirnar eru hannaðar með náttúrulegu og hlýju útliti og þeim fylgir loftkæling, gólfhiti á baðherbergjum, eldhústæki, LED-lýsing, þvottaaðstaða og einkabílastæði.

See more...

  • verönd
  • sameiginleg sundlaug
  • sameiginlegur garður
  • sameiginleg bílastæði
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa Cálida, Mar Menor, San Pedro - Lo Pagan

San Pedro del Pinatar hefur fram að færa 14 km af ströndum sem skiptast milli tveggja hafa; Mar Menor og Miðjarðarhafsins. Sérstök staðsetning bæjarins við ströndina og náttúrulegt umhverfi á svæðinu hafa ýtt undir vinsældir hans og aukið eftirspurn eftir húsnæði.

Auk fallegra stranda, hafnarinnar og góðu framboði þjónustu hefur San Pedro del Pinatar fram að færa einstaka náttúruperlu; þjóðgarðinn Las Salinas y Arenales de San Pedro del Pinatar en garðurinn er votlendi með fjölbreyttu fuglalífi og fallegri plöntuflóru. Bærinn San Pedro del Pinatar, auk sjálfs kjarna bæjarins, er byggður upp af öðrum litlum úthverfum eins og El Mojón, Las Salinas, Los Sáez og Lo Pagán. Hið síðasttalda, Lo Pagán, er hið mikilvægasta vegna mikillar þróunar hvað varðar ferðamennsku. Mikilvægasta ströndin í Lo Pagán er playa de La Puntica, en þar eru falleg lítil hús og spa svæði sem teygir sig út í hafið, auk góðs framboðs af dægradvöl.

  • 40 km
  • 9 km
  • 29 km
  • 1 km
  • 17 km
  • 13 km

Nánari upplýsingar um San Pedro - Lo Pagan

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.