Costa del Sol

Á milli fjallanna og Miðjarðarhafsins, í suðurhluta Andalúsíu, er heimur baðaður birtu og blíðri hafgolu. Costa del Sol er svæði í Málaga héraði, sem nær allt frá Nerja í austri að bænum Manilva, nærri mörkum Cádiz héraðs. 

Lestu meira

Strendur með kristaltæru vatni og fínum sandi, faldar klettastrendur, hvítlituð þorp sem byggð eru í hæðunum, aldagamlar sögulegar minjar, þægilegt hitastig árið um kring, verslanasvæði, gómsætur matur sem njóta má við ströndina og alúðlegt fólk með bros á vör sem tekur vel á móti þér og gerir staðinn að notalegu heimili fyrir þig. Costa del Sol hefur allt til að bera svo njóta megi lífsins til fulls, alla daga ársins. 

Costa del Sol hefur tekið sér stöðu sem áfangastaður sem býður uppá öryggi og lífsgæði. Svæðið hefur til að bera mikilvæga þætti sem skipta máli, svo sem góða innviði, fyrirtaks heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu eins og veitingaþjónustu og vegakerfi. Allt þetta gerir Costa del Sol að einum eftirsóttasta áfangastað í Evrópu þegar festa á kaup á heimili í sólinni. 

Höfuðborg Costa del Sol er Málaga, fæðingarstaður snillinga á borð við Picasso. Það er vel þess virði að uppgötva þessa fallegu borg, kanna menninguna í nálægum þorpum og láta girnilegt úrval í matargerð á svæðinu gæla við bragðlaukana. 

Aðrir ferðamannastaðir við ströndina, sem búa að fallegum ströndum til afslöppunar, eru Nerja, Torremolinos, Benalmádena, Fuengirola, Estepona og Marbella. Í hinum síðastnefnda ásamt Puerto Banús sem liggur nærri, má finna verslanir með hátísku merkjavöru, virta veitingastaði og strandklúbba þar sem leggjast má í rúm sem minna á Balí og njóta þess að horfa á sólina setjast. 

Yfirlit yfir fasteignir við Costa del Sol

Sjá allar fasteignir við Costa del Sol

Valdar eignir

Fasteign á Spáni ­fríir bæklingar

Fáðu fría bæklinga!

Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.

Sæktu um núna
  +354 616 0510   Fá aðstoð
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.