Benahavís er fjallaþorp í Málaga héraði, staðsett 7 km frá ströndinni. Bærinn liggur milli Marbella, Estepona og Ronda, við vestur Costa del Sol og er vinsæll sökum úrvals veitingastaða og fyrir það að vera hvítt þorp með dæmigerðu arabísku skipulagi.
Benahavís stendur 150 m yfir sjávarmáli. Loftslagið er Miðjarðarhafsloftslag, með meðalhita á ári um 17º C. Íbúafjöldi er um 7.700 en meira en helmingur íbúa eru erlendir ríkisborgarar.
Þorpið tengir einkenni hefðbundinna hvítra þorpa í Málaga héraði við nútímann og gæði innviða í ferðamannaþjónustu. Þar eru samankomnir tugir golfvalla og fjölbreytt aðstaða til ævintýraíþrótta í fallegu náttúrulegu umhverfi þar sem finna má fjölbreytt úrval veitingastaða.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.