Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Benahavís
REF 4980051
Kjarni nútíma lúxus einbýlishúsa í lokuðu íbúðahverfi í Benahavís, við Costa del Sol. Kjarninn er staðsettur í „Gullna þríhyrningnum“, sem liggur að sveitarfélögunum Benahavís, Marbella og Estepona. Nafnið er dregið af fjölmörgum 5 stjörnu hótelum og fyrsta flokks golfvöllum á svæðinu. Kjarninn er í aðeins 7 mínútna akstursfjarlægð frá Puerto Banús og mörgum þægindum sem þar má finna, þökk sé einstöku vegakerfi. Málaga flugvöllur er í aðeins 50 mínútna akstursfjarlægð.
Nútímaleg hús með 3 eða 4 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum, öll með sjávarútsýni og fáanleg í nokkrum útgáfum; hús með 3 svefnherbergjum á einni hæð með kjallara, og hús með 4 svefnherbergjum á 2 hæðum með eða án kjallara. Öll húsin eru með opnu skipulagi sem sameinar eldhúsið, stofuna og borðstofuna með stórum gólfsíðum gluggum þar sem stórkostlegt útsýnið blasir við. Útisvæðið er með stórri, hálfyfirbyggðri verönd, einkasundlaug og fallegum garði. Hjónaherbergin eru með baðherbergi innaf.
Kjallarinn nýtur sólarljóss og er í boði að hanna hann sem gestaherbergi, líkamsrækt, vínkjallara eða hvað sem er. Húsin verða byggð með úrvals byggingarefnum, afhendast með fullbúnu eldhúsi, gólfhita, tengi fyrir loftkælingu, fullgerðan garð með vökvunarkerfi og bílastæði með hleðslutengi fyrir rafbíla.
Þessi lúxus einbýlishús eru í einstöku lokuðu hverfi sem er 269.000 m2 að stærð og með öryggiseftirliti, klúbbhúsi, líkamsræktarsal og heilsulind.
Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Benahavís
Benahavís er fjallaþorp í Málaga héraði, staðsett 7 km frá ströndinni. Bærinn liggur milli Marbella, Estepona og Ronda, við vestur Costa del Sol og er vinsæll sökum úrvals veitingastaða og fyrir það að vera hvítt þorp með dæmigerðu arabísku skipulagi.
Benahavís stendur 150 m yfir sjávarmáli. Loftslagið er Miðjarðarhafsloftslag, með meðalhita á ári um 17º C. Íbúafjöldi er um 7.700 en meira en helmingur íbúa eru erlendir ríkisborgarar.
Þorpið tengir einkenni hefðbundinna hvítra þorpa í Málaga héraði við nútímann og gæði innviða í ferðamannaþjónustu. Þar eru samankomnir tugir golfvalla og fjölbreytt aðstaða til ævintýraíþrótta í fallegu náttúrulegu umhverfi þar sem finna má fjölbreytt úrval veitingastaða.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum