Benalmádena liggur frá fjallsrótum Sierra de Mijas að strandlengjunni. Bærinn er staðsettur í efri hluta svæðisins og þaðan er stórkostlegt útsýni. Neðar er þéttbýlið Arroyo de la Miel, þar sem flestir íbúar eru staðsettir og að lokum er það Benalmádena-Costa, en þar má finna fjölmörg hótel, golfvelli, spilavíti og sportbátahöfn. Íbúafjöldi í Benálmadena er 72.000 sem gerir bæinn að sjöunda fjölmennasta sveitarfélagi héraðsins og setur hann í annað sæti á eftir borginni Málaga.
Benalmádena er í dag einn helsti ferðamannastaðurinn við Costa del Sol og þekkt fyrir framboð af dægradvöl og tómstunda aðstöðu en þar á meðal er vatnagarður, tvö sædýrasöfn, spilavíti, kláfferja og ein stærsta sportbátahöfn í Andalúsíu. Svæðið er mjög vel tengt við höfuðborgina og aðra þéttbýliskjarna við Miðjarðarhafsstrendur, þar sem AP-7 hraðbrautin fer í gegnum það frá austri til vesturs.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.