Íbúðir með stórum svölum og dásamlegu útsýni í Estepona

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Estepona

frá 61,048,300 kr
frá 419.000€

2

2

87.44 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 4722521

Einstakar íbúðir í boði í aðeins 15 mínútna fjarlægð frá gamla miðbænum í Estepona og í aðeins 5 mínútur frá ströndinni. Estepona er einn mikilvægasti þéttbýlisstaðurinn á Costa del Sol, rétt á milli Puerto Banús og Sotogrande, strandlengjan er 20 km löng, með frábærum ströndum og þjónustu sem uppfyllir allar þarfir. Hverfið er á svæði sem þekkist sem Nueva Milla de Oro, (Nýja gullmílan), svæði í örum vexti þar sem þjónustan er í fyrirrúmi, eins og golfvellir, bryggjur fyrir íþróttaiðkun og einstakar verslunarmiðstöðvar. Á þessu svæði er einnig að finna mikið úrval menningarviðburða og tómstunda, eins og þjóðgarðinn Selwo Aventura, þar sem hægt er að sjá yfir þúsund dýr úti í náttúrunni, í 5 mínútna fjarlægð. Svæðið er mjög vel tengt með A-7 og AP-7 hraðbrautunum, svo hægt er að komast hratt til mikilvægra ferðamannastaða á Costa Del Sol, eins og Puerto Banús á 15 mínútum, Marbella og Sotogranda á 30 mínútum og í miðbæ Málaga á klukkutíma. Flugvellirnir í Málaga og Gíbraltar og AVE-stöðin eru í aðeins klukkutímafjarlægð frá hverfinu. Fullkominn staður fyrir þau sem leita að íbúð fyrir fríið eða til að búa í allt árið um kring.

Í boði eru íbúðir með tveimur og þremur herbergjum og tveimur baðherbergjum í mismunandi byggingum og í öllum stærðum og gerðum; neðri og miðhæðir með svölum og risíbúðir með svölum og sólstofu. Þökk sé upphækkaðri lóð og hönnun er stórkostlegt útsýni úr öllum íbúðum og nokkrar eru með útsýni yfir hafið. Opið dagrýmið samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi þaðan sem hægt er að fara út á dásamlegar svalir. Dagsljósið er nýtt til hins ýtrasta og það leikur stórt hlutverk í hönnun íbúðanna, með björtum og rúmgóðum rýmum með háum gluggum. Hjónaherbergið er með sérbaðherbergi og samkvæmt flestum teikningum er líka útgengt þaðan á svalir. Nokkrar íbúðir með þremur svefnherbergjum eru með tvennum svölum. 

Allar íbúðirnar eru byggðar með gæðaefni og frágangur er fyrsta flokks, eldhús að fullu útbúin heimilistækjum, loftræstingu um stokk með hita og kælingu í stofu og herbergjum, gólfhita á baðherbergjum og vatnsinntaki, rafmagni og sjónvarpi á svölum.

Gegn viðbótar greiðslu er mögulegt að fá bílastæði með fyrirfram uppsettri hleðslu fyrir rafbíla og/eða geymslu. Mögulegt er að sérsníða íbúðina eftir eigin þörfum og stíl eftir því á hvaða byggingarstigi íbúðin er. 

Byggðin er alveg afgirt og þar er að finna frábær sameiginleg svæði, fullkomin fyrir útiveru, eins og sundlaug, íþróttasalur, stór garðsvæði, hjólastæði og sameiginlegt eldhús.

See more...

  • verönd
  • bílastæði
  • sameiginleg sundlaug
  • sameiginlegur garður
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Estepona

Einn mest heillandi staðurinn við Costa del Sol er bærinn Estepona. Staðsettur á milli Miðjarðarhafsins og frjósams dals með lækjum og fallegu grænu fjallanna í Sierra Bermeja. Svæðið nýtur milds Miðjarðarhafsloftslags, með árlegum meðalhita upp á 17º og næstum 300 sólríka daga á ári. Allt þetta gerir bæinn að einum mikilvægasta áfangastað ferðamanna og þeirra sem eiga sitt annað heimili á suðurströnd Spánar.

Estepona hefur það besta sem fjöllin og hafið hafa upp á að bjóða. Borgin og svæðið sem henni tengist, býður upp á 23 km af fallegum ströndum með alls kyns þjónustu sem tryggir öryggi og ánægju meðfram einni lengstu strandlengju Málaga héraðs. Estepona smábátahöfnin er uppáhaldsstaður þeirra sem leita að tómstundum og skemmtun á kvöldin, sérstaklega yfir  sumarmánuðina. Sierra Bermeja fjöllin eru tilvalið náttúrusvæði til að njóta alls kyns útivistar, svo sem gönguferða, hjólreiða eða fuglaskoðunar.

  • 72 km
  • 9 km
  • 42 km
  • 2 km
  • 19 km
  • 1 km

Nánari upplýsingar um Estepona

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband