Íbúð á jarðhæð með 3 svefnherbergjum, stórri verönd og útsýni til hafs í Fuengirola

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola

Þessi eign er ekki í boði


3

2

101.78 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 4081143

Þessi íbúðakjarni í Fuengirola er á frábærum stað, á upphækkuðu svæði, með Miðjarðarhafið sem þungamiðju. Auðvelt er að keyra til borganna Fuengirola og Málaga, þar sem öll þjónusta er í boði, svo sem matvöruverslanir, kaffihús og veitingastaðir, auk smábátahafnarinnar og fjölmargra golfvalla. Allt sem þú þarfnast til að njóta Miðjarðarhafslífsstílsins einkennir þetta svæði.

Íbúðirnar eru fáanlegar með 2, 3 og 4 svefnherbergjum, og val er um gerðir og stærðir eftir þörfum. Glæsilegast við eignirnar eru stórar verandir með sjávarútsýni og rúmgóð og björt innri rými með stórum gluggum. Íbúðunum fylgja eldhústæki og loftkæling ásamt fleiru. 

Kjarninn mun samanstanda af nokkrum áföngum, en hver þeirra hefur sitt sameiginlega svæði, þar á meðal saltvatnslaug, sem umkringd er svæði fyrir sólstóla, líkamsræktarstöð og stórbrotnir garðar.
See more...

  • verönd
  • sameiginleg sundlaug
  • sameiginlegur garður
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola

Fuengirola er borg sem angar af Andalúsíu og býður uppá víðfeðma strandlengju sem skreytt er stórkostlegum ströndum. Þessi borg í Málaga héraði hefur um langt skeið verið eftirsóttur ferðamannastaður og býður uppá fjölbreytt úrval þjónustu og innviða, svo sem golfvelli, hestabúgarða, skemmtigarða, hótel og veitingastaði, svo ekki sé minnst á menningarhefðir og hátíðir. Menningarlegir viðburðir í Fuengirola, ásamt vinsælum hátíðahöldum, teygja sig yfir árið eins og það leggur sig og endurspegla opið og alúðlegt viðmót innfæddra.  

Íbúafjöldi í borginni er um 80.000 manns, sem gerir hana að fimmta fjölmennasta sveitarfélagi Málaga, á eftir höfuðborginni sjálfri, Marbella, Vélez-Málaga og Mijas.

Fuengirola var stofnuð af Föníkumönnum og um hana fóru Rómverjar, Býsantíumenn, Vestgotar og Múslímar ásamt öðrum þjóðum, þar til hún var opinberlega innlimuð í konungsríki Kastilíu, árið 1485. Í dag er Fuengirola mikilvægur ferðamannastaður sem hýsir um 250.000 manns yfir sumartímann og hagkerfi borgarinnar veltur á ferðamannaþjónustu. 

  • 21 km
  • 4 km
  • 4 km
  • 0 km
  • 4 km
  • 4 km

Nánari upplýsingar um Fuengirola

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.