Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola
REF 5016089
Nútímalegur íbúðarkjarni í Fuengirola, einungis 1200m fra ströndinni. Kjörin staðsetning á Costa del Sol á milli Marbella og Malaga, og innan við 10 mínútur frá miðbænum í Fuengirola og höfninni en þar er að finna þjónustu af ýmsu tagi, s.s. verslunarmiðstöðvar, golfvellir og ýmsa aðra afþreyingu. Gott vegakerfið og tengingar við N-340 og AP-7 hraðbrautina gerir það að verkum að auðvelt er að komast til staða á við Benalmadena á 20 mínútum og sögulega hluta Marbella og Puerto Banús á 30mínútum. Alþjóðaflugvöllurinn í Malaga er í 20 mínútna fjarlægð frá kjarnanum. Þetta er kjörinn valkostur hvort sem það er sem orlofsíbúð eða sem varanlegt heimili.
Kjarninn býður upp á íbúðir með 1, 2 eða 3 svefnherbergjum, fáanlegar í ýmsum útgáfum: jarð- og miðhæðir með verönd, þakíbúðir með þakverönd eða stórum svölum. Íbúðirnar eru hannaðar með birtu í huga og eru með opnu skipulagi, kjörnar til að njóta loftlagsins á Costa del Sol. Stofan opnast út á verönd og það fer eftir staðsetningu innan kjarnans hvert útsýnið er frá íbúðunum, hvort það er til fjalla eða til sjávar. Hjónaherbergin eru öll með baðherbergi innaf og aðgengi út á svalir.
Um er að ræða íbúðir sem eru byggðar af miklum gæðum með nútímalegum innréttingum, með fullbúnu eldhúsi, loftkælingu, þvottaherbergi, fullbúin baðherbergi, geymslu og tvö bílastæði.
Kjarninn er alveg lokaður og er með ýmis sameiginleg svæði, með tvær sundlaugar, önnur þeirra með saltvatni, salerni, útisvæði þar sem hægt er að stunda líkamsrækt, sauna og stór græn svæði með plöntum frá Miðjarðarhafinu. Til að lækka orkunýtingu eru sólarsellur á þaki bílskúranna.
Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Fuengirola
Fuengirola er borg sem angar af Andalúsíu og býður uppá víðfeðma strandlengju sem skreytt er stórkostlegum ströndum. Þessi borg í Málaga héraði hefur um langt skeið verið eftirsóttur ferðamannastaður og býður uppá fjölbreytt úrval þjónustu og innviða, svo sem golfvelli, hestabúgarða, skemmtigarða, hótel og veitingastaði, svo ekki sé minnst á menningarhefðir og hátíðir. Menningarlegir viðburðir í Fuengirola, ásamt vinsælum hátíðahöldum, teygja sig yfir árið eins og það leggur sig og endurspegla opið og alúðlegt viðmót innfæddra.
Íbúafjöldi í borginni er um 80.000 manns, sem gerir hana að fimmta fjölmennasta sveitarfélagi Málaga, á eftir höfuðborginni sjálfri, Marbella, Vélez-Málaga og Mijas.
Fuengirola var stofnuð af Föníkumönnum og um hana fóru Rómverjar, Býsantíumenn, Vestgotar og Múslímar ásamt öðrum þjóðum, þar til hún var opinberlega innlimuð í konungsríki Kastilíu, árið 1485. Í dag er Fuengirola mikilvægur ferðamannastaður sem hýsir um 250.000 manns yfir sumartímann og hagkerfi borgarinnar veltur á ferðamannaþjónustu.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum