Manilva

Manilva er ferðamannabær við vestur Costa del Sol, mjög nærri mörkum Cádiz héraðs sem liggur 97 km frá höfuðborg Málaga og 35 km frá Gíbraltar. Frjósemi á svæðinu og landfræðileg staðsetning þess hafði mikið aðdráttarafl fyrir fornar þjóðir sem setjast vildu þar að og gerðu þannig Manilva að byggð allt frá forsögulegum tíma. 

Lestu meira

Landslagið á svæðinu einkennist af hæðum sem stíga í áföngum upp frá hafinu inní landið og gerir fólki kleift að njóta þess að ferðast bæði um græn svæði og við ströndina. Íbúafjöldi er yfir 15.000 í dag og dreifist um þrjú þéttbýlissvæði; Manilva, Sabinillas og El Castillo auk fjölda íbúðahverfa. 

Strandlengja Manilva er böðuð Miðjarðarhafsbirtu og býr að einstökum einkennum. Þar eru yfir 8 km af breiðum ströndum úr fínum sandi með hreinu og kristaltæru vatni og alls kyns þjónusta í boði en strendurnar eru prýddar gæðastimpli Evrópu, Bláa Fánanum. 

Fjöldinn allur af veitingastöðum og börum bjóða fram fjölbreytt úrval rétta sem eru týpískir á svæðinu, svo sem gazpacho, fiskrétti og skelfisk, sem vegna ferskleika og náttúrulegrar framreiðslu skara fram úr sem kræsingar í matargerðarlist sveitarfélagsins. 

Listi yfir fasteignir í Manilva

Sjá allar fasteignir við Manilva

Valdar eignir

Fasteign á Spáni ­fríir bæklingar

Fáðu fría bæklinga!

Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.

Sæktu um núna
  +354 616 0510   Fá aðstoð
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.