Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Manilva
REF 4730207
Nýr raðhúsakjarni í Manilva, á upphækkaðri lóð sem býður upp á stórbrotið útsýni yfir hafið, og yfir til Gíbraltar. Kjarninn er staðsettur á landamærum héraðanna Cádiz og Málaga; fullkominn staður sem býður upp á stórkostlegar strendur, sem og möguleika á að spila golf á einhverjum af mörgum völlum sem staðsettir eru í nágrenninu, eins og La Duquesa, Doña Julia eða Royal Club of Valderrama. Stutt frá El Puerto de la Duquesa og höfninni í Sotogrande, þar sem boðið er upp á alls kyns vatnasport. Vegakerfið er einfalt og hraðvirkt, og auðvelt er að aka A-7 hraðbrautina til Costa Del Sol svæðisins, en um 30 mínútur eru til Estepona og um 40 mínútur til Marbella. Flugvöllurinn í Gíbraltar er í um 35 mínútna fjarlægð frá svæðinu. Þetta er kjörið svæði bæði fyrir þá sem leita að sumarhúsi jafnt sem eign til að búa í.
Raðhúsin eru annað hvort með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum eða 4 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Öll eru þau með stórkostlegu sjávarútsýni og stórar svalir sem opnast út frá opnu eldhúsi, stofu og borðstofu. Hjónaherbergin eru sannkallaðar svítur og eru með baðherbergi inn af, og sum hver með beint aðgengi út á svalir. Húsin sem eru með 3 svefnherbergi eru með gestabað og sum hver með einkagarð. Endaraðhúsin sem eru með 3 svefnherbergi eru með einkasundlaug.
Húsin eru byggð úr bestu fáánlegu byggingarefnunum og eru með fullbúin eldhús með hvítum tækjum, loftræstingu sem bæði kælir og hitar, mynd-dyrasíma í lit og bílastæði. Sumum fylgja stæði í bílakjallara. Kjarninn er alveg lokaður og býður upp á ýmis sameiginleg svæði, s.s. “infinity” saltvatnslaug, slökunarsvæði eð sólbekkjum og klúbbhús með heilsurækt, gufubaði og velbúinni heilsulind.
Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Manilva
Manilva er ferðamannabær við vestur Costa del Sol, mjög nærri mörkum Cádiz héraðs sem liggur 97 km frá höfuðborg Málaga og 35 km frá Gíbraltar. Frjósemi á svæðinu og landfræðileg staðsetning þess hafði mikið aðdráttarafl fyrir fornar þjóðir sem setjast vildu þar að og gerðu þannig Manilva að byggð allt frá forsögulegum tíma.
Landslagið á svæðinu einkennist af hæðum sem stíga í áföngum upp frá hafinu inní landið og gerir fólki kleift að njóta þess að ferðast bæði um græn svæði og við ströndina. Íbúafjöldi er yfir 15.000 í dag og dreifist um þrjú þéttbýlissvæði; Manilva, Sabinillas og El Castillo auk fjölda íbúðahverfa.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum