Marbella

Marbella er í sjálfu sér einn helsti áfangastaðurinn við Costa del Sol. Frábært loftslag, strendur, náttúra og glæsilegar íþróttamiðstöðvar, eru aðeins lítið brot af því sem bærinn býður uppá. 

Lestu meira

Með yfir 147.000 íbúa, er Marbella önnur stærsta borg Málaga héraðs. Auk þess er bærinn ein mikilvægasta ferðamannaborg Costa del Sol og Spánar í heild sinni ef því er að skipta.  

Marbella er staðsett við rætur Miðjarðarhafsins, milli Málaga og Gíbraltarsunds, og við rætur Sierra Blanca fjallgarðsins. Fyrir framan fallegan flóa, er sögulegur miðbær Marbella, skreyttur hvítkölkuðum húsveggjum með grindum og litríkum blómum. Á milli miðbæjarins gamla og hafsins, á svæði sem þekkt er sem söguleg stækkun bæjarins, má finna Paseo de la Alameda, þar sem fallegur grasagarður er staðsettur og Avenida del Mar, breiðgötu sem skreytt er gosbrunnum og safni tíu skúlptúra eftir Salvador Dalí. Þetta er tenging gamla bæjarins við ströndina. 

Stærstan hluta ársins er Marbella miðstöð fyrir ferðamenn sem koma alls staðar að, þökk sé loftslagi og innviðum í ferðamannaþjónustu. Hitt vita færri, að borgin býr að miklum fornminjum og menningararfleifð, með ýmsum söfnum og fallegum stöðum. 

Marbella hefur vaxið stöðugt alla tuttugustu öldina og við upphaf þeirrar tuttugustu og fyrstu og þróað hagkerfi sem byggist á framboði þjónustu við ferðamenn, bæði þá sem heimsækja staðinn og þá sem þar dvelja í lengri tíma og hafa miðlungs og mikinn kaupmátt. 

Steiktur smáfiskur, ajoblanco (köld súpa með möndlum, ólífuolíu og hvítlauk) eða gazpacho (köld súpa með tómötum, grænu grænmeti og ólífuolíu) eru dæmi um bragðmikla rétti í matargerð í Marbella.  

Yfirlit yfir fasteignir við Marbella

Sjá allar fasteignir við Marbella

Valdar eignir

Fasteign á Spáni ­fríir bæklingar

Fáðu fría bæklinga!

Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.

Sæktu um núna
  +354 616 0510   Fá aðstoð
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.