Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Marbella
REF 5166522
Kjarni raðhúsa, 200m frá ströndinni í Marbella. Einn af glæsilegustu stöðunum við Costa del Sol, nálægt allri daglegri þjónustu, bestu veitingastöðunum, hvítum sandströndum, fjölmörgum golfvöllum og næturklúbbum. Fullkominn staður til að njóta Miðjarðarhafslífsstíls, á sama tíma og þú ert nálægt mikilvægum ferðamannastöðum, eins og Los Monteros ströndinni, hinni frægu La Cañada verslanamiðstöð eða sögulegum miðbæ Marbella. AP-7 og A-7 (N-340) hraðbrautirnar tengja svæðið við Puerto Banús á 20 mínútum og Málaga alþjóðaflugvöllinn á 35 mínútum.
Kjarninn býður upp á raðhús á tveimur hæðum, með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, og sér garði. Stofan sameinar eldhús, setustofu og borðstofu í stóru og björtu rými, með útgengi á yfirbyggða verönd að hluta, garð og litla verönd. Einnig er gestasalerni á þessari hæð. Öll 3 svefnherbergin eru á annarri hæð, þar á meðal hjóansvítan, og 2 svefnherbergi sem eru með sameiginlegt baðherbergi. Annað þeirra opnast út á sérverönd.Í húsunum er fullbúið eldhús með tækjum, gólfhiti er á öllu húsinu, loftkæling, fullbúið baðherbergi og tvö bílastæði. Kjarninn mun einnig hafa BREEAM vottuni, sem tryggir gæði byggingarinnar, m.t.t. efnahags, heilsu og vellíðan húseiganda, auk minni umhverfisáhrifa allan endingartíma hússins.
Kjarninn samanstendur af stórum grænum svæðum, tveimur sameiginlegum sundlaugum, sameiginlegum salernum, líkamsræktarstöð og vinnurými. Þetta eru frábær hús á Costa del Sol, fullkomin til að njóta lífsins á ströndum Miðjarðarhafsins.
Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Marbella
Marbella er í sjálfu sér einn helsti áfangastaðurinn við Costa del Sol. Frábært loftslag, strendur, náttúra og glæsilegar íþróttamiðstöðvar, eru aðeins lítið brot af því sem bærinn býður uppá.
Með yfir 147.000 íbúa, er Marbella önnur stærsta borg Málaga héraðs. Auk þess er bærinn ein mikilvægasta ferðamannaborg Costa del Sol og Spánar í heild sinni ef því er að skipta.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum