Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Marbella
REF 5530152
Lúxusíbúðir með sjávarútsýni í Marbella, á einstökum stað á Costa del Sol. Aðeins 15 mínútur frá miðbæ Marbella, með miklu úrvali af golfvöllum, verslunarsvæðum, veitingastöðum og fjölmörgum afþreyingar möguleikum. Hinar frábæru strendur eru líka í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá kjarnanum, með fjölmörgum tækifærum til að stunda útivist, s.s. vatnaíþróttir. Vegakerfið, með AP-7 og A-7 (N-340), tengir svæðið fullkomlega við önnur svæði, eins og Calahonda á aðeins 5 mínútum, Puerto Banús á 20 mínútum og Malaga alþjóðaflugvöllinn á 30 mínútum.
Þetta er lítið, lokað íbúðarsamfélag sem býður upp á einstakar íbúðir með 3 svefnherbergjum sem öll eru með baðherbergjum innaf, fáanlegar í 2 útgáfum: jarðhæðir með kjallara; og þakíbúðir með þakverönd. Báðar íbúðirnar eru með einkasundlaug, garðsvæði, rúmgóðar verandir og fallegt sjávarútsýni. Íbúðirnar sem snúa í suðvestur eru bjartar, með opinni stofu sem sameinar eldhús, borðstofu og setustofu í eitt rými með stórum gluggum út á verönd. Þetta skipulag gerir það mögulegt að njóta dásamlegs loftslags á Costa del Sol með því að sameina innirýmin við útiveruna. Kjallarinn, í íbúðunum á jarðhæð, er fjölnota rými sem hægt er að aðlaga eftir þörfum og þar er einnig þvottahús/geymsla, gestasalerni og sér bílskúr.
Íbúðirnar eru byggðar með hágæða frágangi og eru með fullbúið eldhús með tækjum, fullbúnum baðherbergjum, fataskápum, bílskúr og geymslu. Hægt er að komast á allar hæðir með lyftu.
Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Marbella
Marbella er í sjálfu sér einn helsti áfangastaðurinn við Costa del Sol. Frábært loftslag, strendur, náttúra og glæsilegar íþróttamiðstöðvar, eru aðeins lítið brot af því sem bærinn býður uppá.
Með yfir 147.000 íbúa, er Marbella önnur stærsta borg Málaga héraðs. Auk þess er bærinn ein mikilvægasta ferðamannaborg Costa del Sol og Spánar í heild sinni ef því er að skipta.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum