Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Mijas, Mijas Costa
Þessi eign er ekki í boði
REF 4700410
Ný íbúabyggð með nútímalegum íbúðum á Mijas Costa Byggðin er umkringd náttúru og í einungis átta mínútna fjarlægð frá þorpinu La Cala de Mijas og dásamlegum ströndunum. Fullkomin staðsetning, í grennd við alla nauðsynlega þjónustu, eins og verslunarmiðstöðvar, matvörubúðir, heilsugæslu, banka og veitingastaði. Fyrir unnendur útivistar eru einnig fjöldi golfvalla innan við 10 km radíus, meðal annarra Calanova og Chaparral golfklúbbarnir, reiðvöllur og úrval hasaríþrótta, eins og svifflug og allskonar vatnaíþróttir. Byggðin er vel tengd við AP-7 og A-7 sem liggja að helstu ferðamannastöðum svæðisins, hægt er að komast að Fuengirola á 15 mínútum, að Puerto Banús og sögufræga miðbænum í Marbella á hálftíma. Auk þess er miðbærinn í Málaga í innan við hálftíma fjarlægð.
Í boði eru íbúðir með tveimur og þremur herbergjum og tveimur baðherbergjum í mismunandi byggingum og í öllum stærðum og gerðum; neðri og miðhæðir með svölum og risíbúðir með svölum og sólstofu. Nýmóðins byggð með bogadregnum línum, sem falla fullkomlega að fjalllendinu og snúa mót sólu í suðurátt. Í öllum íbúðum er opið dagrými og aðgangur að svölum. Dagsljósið er nýtt til hins ýtrasta og það leikur stórt hlutverk í hönnun íbúðanna, með björtum og rúmgóðum rýmum. Stærsta svefnherbergið er með sérbaðherbergi og samkvæmt flestum teikningum er líka útgengt þaðan á svalir.
Íbúðirnar eru byggðar úr fyrsta flokks efni og fullfrágengnar, með fullútbúnu eldhúsi, álgluggatjöldum í stofu og svefnherbergjum, innbyggðum skápum, bílastæði og geymslu. Mögulegt er að sérhanna eignina, eftir því á hvaða byggingarstigi hún er. Hægt er að velja efni á skápa og liti, smíða á milli eldhúss og stofu eða velja á milli baðkars eða sturtu.
Byggðin er alveg afgirt með dyravörslu og dásamlegum sameiginlegum svæðum sem eru fullkomin til að njóta útivistar. Þar ber helst að nefna sundlaug og barnalaug, hengirúm, grillsvæði, padel- og fótboltavelli, leiktæki, líkamsræktarsvæði utandyra, garða og hjólastæði. Auk þess er sameiginleg sólstofa með útsýni í allar áttir þar sem hægt er að eiga falleg síðdegi við Miðjarðarhafið.
Fullkomin eign til að njóta góða veðursins á Costa del Sol, allan ársins hring.
Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Mijas, Mijas Costa
La Cala, heitir þéttbýli Mijas sem liggur við ströndina. La Cala er hefðbundið þorp sem í dag er miðpunktur 12 km langrar strandlengju. Við strendurnar eru glæsileg íbúðahverfi, hótel og fjöldinn allur af annars konar þjónustu. Á svæðinu má spila golf og tennis og stunda alls kyns vatnaíþróttir, svo sem köfun eða siglingar. Þá má auðvitað baða sig í sjónum eða liggja og sleikja sólina.
Úr fortíð svæðisins standa eftir fjórir turnar sem voru hluti af varnarvirki andalúsísku strandlengjunnar. Þá hefur hafsbotninn við Mijas mikla vistfræðilega þýðingu en þar er mikil fjölbreytni í dýralífinu og fjöldi evrópskra, afríkanskra, Atlantshafs- og Miðjarðarhafstegunda lifa þar saman í sátt og samlyndi.
Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?
Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum