Ojén er bær í Málaga héraði, staðsettur 10 km norðaustur af Marbella, við veginn sem tengist Málaga. Þorpið liggur við hlið Arroyo de Almadán, á friðsælum stað og ríkum af vatni, og einkennist af hvítum húsum, umkringdum fjöllunum Blanca og Alpujata. Ojén vakir yfir ströndum Marbella frá fjöllunum og þar er hefð að ganga um hella og taka snafs af sterku víni.
Bærinn telur um 3700 íbúa og er mitt á milli Miðjarðarhafsins og andalúsískra fjallahefða, við Sierra de las Nieves. Á svæðinu hefur þróast ferðamannaþjónusta sem byggir á vistfræði og menningu, þar sem unnendur náttúrunnar og ævintýra geta gengið að miklu úrvali viðburða við hæfi; ferðir á fjórhjóladrifnum farartækjum, ferðir niður gljúfur, hestaferðir, klifur, þjóðfræðiferðir, hjólaferðir og göngutúrar…
Ojén er staður ríkur af hefðum og einstakt tækifæri til að kynnast menningunni. Trúarlegar göngur, hátíðir, páskavikan…listinn er langur yfir árið, þeir sem unna hefðum og siðum hafa af nægu að taka á þessum fallega stað.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.