Íbúð við fremstu línu golfvallar með rúmgóðri verönd í San Roque

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Sotogrande - San Roque

Þessi eign er ekki í boði


2

2

109.12 m2

Beiðni um upplýsingar um þessa eign

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Merkja sem uppáhalds   |       

REF 5582965

Sannkallaðar golf íbúðir, aðeins 2 km frá ströndinni í San Roque. Þetta svæði Cadiz, á landamærum Malaga, hefur allt sem þarf til daglegs lífs, eins og skóla, matvöruverslanir, verslunarmiðstöðvar, banka og veitingastaði, ásamt fallegum, löngum hvítum sandströndum. Svæðið er þekkt fyrir frábæra golfvelli, sem og fallega náttúrugarða, gönguleiðir, pólóklúbba og smábátahöfn. Það er fljótlegt og auðvelt að ná til annarra áhugaverðra staða í héruðunum Cadiz og Malaga, eins og Sotogrande á 15 mínútum, Manilva á 30 mínútum og Marbella á 45 mínútum.

Samstæðan samanstendur af íbúðum með 2, 3 eða 4 svefnherbergjum og eru fáanlegar í mismunandi gerðum; jarðhæðir með sérgarði, íbúðir á tveimur hæðum, miðhæðir og þakíbúðir. Það fer eftir hvar íbúðirnar eru innan samstæðunnar en sumar bjóða upp á víðáttumikið útsýni yfir golfvöllinn og/eða Miðjarðarhafið. Allar íbúðrinar eru með stórri stofu sem sameinar setustofu, borðstofu og eldhús í einu rými sem opnast út á verönd. Hjónaherbergið er með baðherbergi inn af og útgengi út á verönd líka. Hjónaherbergið, í íbúðunum sem eru á tveimur hæðum, er á efstu hæð með sérverönd.

Íbúðirnar eru byggðar með bestu eiginleikum og eru með loftræstikerfi (heitt/kalt), Smart Home kerfi, gólfhita á aðalbaðherbergi, fullbúnu eldhúsi með  tækjum, og einu eða tveimur 2 bílastæðum.

Íbúðarsamstæðan er algjörlega lokuð og býður upp á frábæra aðstöðu fyrir íbúa til að njóta, eins og stóra „infinity“ sundlaug, líkamsræktarstöð inni og úti, búningsklefa og salerni, söluturn, gufubað, samvinnusvæði, fjölnota herbergi og stæði fyrir reiðhjól.

See more...

  • verönd
  • bílageymsla í kjallara
  • sameiginleg sundlaug
Más información

Gögnin þín hafa verið send SUCCESSFULLY

Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reyndu aftur síðar

Staðsetning

Costa del Sol, Costa del Sol Occidental, Sotogrande - San Roque

Sotogrande er íbúðahverfi sem tilheyrir sveitarfélaginu San Roque, á svæði Campo de Gibraltar. Sotogrande er staðsett austanmegin í Cádiz héraði, við jaðar Costa del Sol. 

Fjöldamörg íþróttamannvirki og úrval hótela á svæðinu hefur gert staðinn að einum vinsælasta lúxus áfangastað í Andalúsíu og á Spáni í heild sinni, jafnvel Evrópu allri. 

Sotogrande er einstakt svæði þar sem fjöldamargar íþróttir eru stundaðar. Þar skara fram úr póló meistaramótin sem haldin eru hvert sumar í póló klúbbnum Santa María, sem er einn af þeim bestu í Evrópu á sínu sviði. Sportbátahöfnin og siglingaklúbburinn Real Club Marítimo, sem og frábærir tennis- og paddlevellir, fullkomna framboð íþrótta í þessu þéttbýli sem tilheyrir Cádiz. 

  • 16 km
  • 15 km
  • 70 km
  • 1 km
  • 49 km
  • 14 km

Nánari upplýsingar um Sotogrande - San Roque

Viltu skoða þessa eign og svipaðar eignir?

Komdu í heimsókn og skoðaðu með eigin augum

Skoðunarferðir

Hafa samband