Torremolinos er fjölþjóðlegasti bær Andalúsíu. Á meðal meira en 68.000 íbúa, má telja yfir 100 ólík þjóðerni. Bærinn stendur 49 metra yfir sjávarmáli og er í 13 km fjarlægð frá miðborg höfuðborgar svæðisins, Málaga. Bærinn á sér langa og víðfeðma sögu eins og greina má af fönískum, grískum, rómönskum og arabískum leifum sem fundist hafa á svæðinu.
Á miðri tuttugustu öld, uppgötvaði þetta fiskiþorp hversu miklir möguleikar lægju í ferðamannaþjónustu, miðað við umfang strandlengjunnar og sökum fyrirtaks loftslags á svæðinu. Síðan þá, hefur Torremolinos þróast í það að verða einn eftirsóttasti áfangastaður ferðamanna við Costa del Sol, þökk sé miklu framboði á þjónustu við ferðamenn og gæðum allra innviða. Borgin hefur skipað sig í fyrsta sæti sem mikilvægasti ferðamannastaður í Andalúsíu, framar en borgir eins og Sevilla, Marbella eða Roquetas de Mar, og er að auki, ásamt Marbella, sú borg sem mesta framboð hefur af gistingu í allri Andalúsíu. Vinsæll áfangastaður meðal Breta, Þjóðverja, Íra, Frakka, Skandinavíubúa og Spánverja sem koma annars staðar að.
Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.