Vélez-Málaga

Vélez-Málaga er borg og sveitarfélag í Málaga héraði, mikilvægasta borgin í La Axarquía. Hún er staðsett 37 km frá miðborg Málaga. Með 82.365 íbúa, miðað við tölu ársins 2020, er Vélez-Málaga þriðja fjölmennasta borg héraðsins. Borgin skiptist í nokkra þéttbýliskjarna, nokkur íbúðahverfi við strönd og byggð inní landi. 

Lestu meira

Ferðamannaþjónusta er helsti framleiðslugeirinn í sveitarfélaginu en þar á eftir kemur akuryrkja sem einkennist af ræktun á suðrænum ávöxtum, fyrst og fremst avókadó, en þar er mesta framleiðsla ávaxtarins á Spáni.  Að auki hýsir höfnin Caleta de Vélez stærsta fiskiskipaflotann í héraðinu. 

Sjórinn, landslagið og landfræðileg staðsetning vatnasvæðis Vélez-Málaga ráða loftslaginu á svæðinu sem einkennist af mildu hitastigi, með meðalhita á ári um 18 °C og um 2935 sólarklukkustundir á ári hverju. 

Þessi bær, af arabískum uppruna, er mikilvægasti bærinn á svæðinu. Gamli bærinn hefur verið tilnefndur sem söguleg og listræn afleifð. Sveitarfélagið býr ennfremur að 25 km strandlengju þar sem finna má níu strendur af ólíkum toga; allt frá dökkum sandströndum, ströndum með hóflegum öldum og ströndum í meðal þéttbýli, að einangruðum og lítið sóttum ströndum. 

Aðdráttarafl í Vélez-Málaga hafa að auki menningarviðburðir staðarins, svo sem flamenco hátíðin og aðrar vinsælar hátíðir sem og matargerðin á svæðinu. Við mælum með að þú smakkir "pescaíto frito" eða steiktan smáfisk sem er dæmigerður réttur.

Listi yfir fasteignir í Vélez-Málaga

Sjá allar fasteignir við Vélez-Málaga

Valdar eignir

Fasteign á Spáni ­fríir bæklingar

Fáðu fría bæklinga!

Við hjá Medland viljum aðstoða þig við leitina að réttu fasteigninni við strendur Miðjarðarhafsins. Ráðgjafar okkar geta svarað spurningum þínum og sent þér sérsniðin eignalista sem hentar þínum þörfum og óskum.

Sæktu um núna
  +354 616 0510   Fá aðstoð
NOTKUN Á KÖKUM
Við notum okkar vefkökur til að bæta reynslu þína og þjónustuna okkar. Haldirðu áfram að fletta, tökum við því sem samþykki á notkun okkar á kökum. Þú getur fengið nánari upplýsingar um Reglur um notkun á vefkökum.